Heimir Hallgrímsson mun í dag velja leikmannahópi sinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Heimir hefur legið yfir valinu síðustu vikur en ekki er ólíklegt að hann velji fleiri en 23 leikmenn í dag. Þá verða talsvert af leikmönnum til taks en Heimir má breyta hópnum fram í byrjun júní.
Ljóst er að einhverjar breytingar verða á hópi Íslands sem fór á EM í Frakklandi og á þeim hópi sem fer til Rússlands.
Ein örugg breyting mun eiga sér en Eiður Smári Guðjohnsen er hættur, næsta víst er að breytingar verði á hóp markmanna.
Síðan er nánast víst að breytingar verða á öllum öðrum stöðum. Hér að neðan má sjá hvernig EM hópurinn var og í hvaða liðum leikmenn Íslands voru þá.
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Bodö/Glimt
Ögmundur Kristinsson, Hammarby
Ingvar Jónsson, Sandefjord
Varnarmennn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
Kári Árnason, Malmö
Ari Freyr Skúlason, OB
Hörður Björgvin Magnússon, Cesena
Haukur Heiðar Hauksson, AIK
Sverrir Ingi Ingason, Lokeren
Hjörtur Hermannsson, Gautaborg
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Emil Hallfreðsson, Udinese
Birkir Bjarnason, Basel
Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton
Arnór Ingvi Traustason, Norrköping
Theódór Elmar Bjarnason, AGF
Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Molde
Kolbeinn Sigþórsson, Nantes
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Kaiserslautern