Það eru tveir dagar í að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands muni velja lokahóp sinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Mikil spenna ríkir um það hvaða leikmenn komast með, 16 ættu að vera öruggir með sæti sitt svo lengi sem þeir eru heilir heilsu. Eina stóra spurningin þar í dag er Aron Einar Gunnarsson, hann er þó vongóður.
Hann fór undir hnífinn á dögunum og er í kappi við tímann. Möguleiki er á að Heimir byrji á að velja stærri hóp en hann ætlaði sér. Hann ætlaði sér að velja 23 leikmenn en meiðsli Arons gætu hafa breytt því.
Líklega eru fleiri sæti örugg en samantekt um þetta er hér að neðan. Afar góðar líkur eru á því að Ólafur Ingi Skúlason og Rúrik Gíslason fari með hópnum. Þá eru 18 komnir og bara sex sæti eftir, líklegast er einnig að Jón Guðni Fjóluson fari með sem fjórði miðvörður, ef mið skal taka af spilatíma með landsliðinu.
Hart er barist um það að vera varamaður fyrir Birki Má Sævarsson sem hægri bakvörður liðsins, staða þriðja markvarðar er í óvissu. Þar berjast þrír um hituna.
Þrír framherjar ættu að vera öruggir með sætið sitt en hægt er að útiloka að Kolbeinn Sigþórsson fari með.
Það er ljóst að þeir sem eru að berjast um að koma í hópinn eru byrjaðir að svitna, mikið er í húfi bæði fyrir stoltið og budduna.
Samantekt um þetta má sjá hér að neðan.
Ættu að vera öruggir (16)
Markmenn (2)
Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Varnarmenn (6)
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn (5)
Jóhann Berg Guðmundsson
Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Sóknarmenn (3)
Alfreð Finnbogason
Jón Daði Böðvarsson
Björn Bergmann Sigurðarson
Berjast um sætin níu (17)
Markverðir (3)
Frederik Schram
Ögmundur Kristinsson
Ingvar Jónsson
Varnarmenn (5)
Hjörtur Hermansson
Jón Guðni Fjóluson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Samúel Kári Friðjónsson
Haukur Heiðar Hauksson
Miðjumenn (5)
Theodór Elmar Bjarnason
Rúnar Már Sigurjónsson
Ólafur Ingi Skúlason
Arnór Ingvi Traustason
Rúrik Gíslason
Sóknarmenn (4)
Kjartan Henry Finnbogason
Viðar Örn Kjartansson
Albert Guðmundsson
Kolbeinn Sigþórsson