Aron Einar Gunnarsson mun fara í það að skrifa undir nýjan samning við Cardiff vinni liðið leik sinn á sunnudag.
Þá fer Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina með sigri og þá mun Aron Einar skrifa undir nýjan samning.
,,Það er nánast pottþétt, það verður sest strax niður með samning að gera. Þegar þetta er klárt, Warnock veit það,“ sagði Aron Einar í Brennslunni á FM957 í morgun.
Samningur Arons er eins og staðan er í dag á enda í sumar og getur hann farið frítt frá félaginu.
Eins og allir vita er Aron Einar meiddur og berst við það að komast á HM. Neil Warnock stjóri liðsins hringdi í Aron eftir meiðsliðin og táraðist í símann.
Meira:
Aron Einar heldur til Katar í endurhæfingu – ,,Ég brotnaði alveg niður og sá að það væri von“
,,Hann var fyrsti maður sem hringdi í mig eftir myndatöku, hann táraðist í símann. Þetta skiptir hann máli hvað ég er að gera, að ég nái HM og verði klár fyrir næsta tímabil.“
,,Þá veit maður að þetta skiptir hann máli.“