Eiður Smári Guðjohsen, besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt að flestra mati hefur síðustu daga verið í Nígeríu.
Eiður er að vinna sjónvarpsþætti fyrir RÚV en hann hefur heimsótti Rússland, Argentínu, Króatíu og nú Nígeríu.
Þættirnir verða sýndir á RÚV fyrir HM en um er að ræða andstæðinga Íslands auk þess sem Rússland er skoðað, þar sem mótið fer fram.
Eiður birtir í dag myndir á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann er í fótbolta með krökkum í Nígeríu.
Þar nýtur hann lífsins eins og sjá má hér að neðan.