fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar heldur til Katar í endurhæfingu – ,,Ég brotnaði alveg niður og sá að það væri von“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Staðan er ágæt, ég sit hérna í GameReady tæki og verið að koma með morgunmat í sófann. Gott að vera vel giftur á stundu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands í samtali við Brennsluna á FM957 í dag.

Aron Einar fór í aðgerð á hné á mánudag en að auki er hann tognaður á ökkla. Aron Einar þarf á guð og lukku að halda til að vera klár í slaginn á HM í Rússlandi.

Aron óttaðist það versta og fór í myndatöku á sunnudag, þegar hann kom úr henni sá hann eiginkonu sína þá fann hann von. Kristbjörg Jónasdóttir stóð og brosti þegar hann kom úr myndatökunni.

,,Ég í fyrsta lagi meiðist ég á ökkla, ég stíg vitlaust í hann. Ég átta mig á því að ég er illa tognaður, ég stend upp í smá paniki. Þá er ég búin að læsast í hnénu og fæ hnykk á hnéð. Þá veit ég að þetta er alvarlegt, svo fer ég inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst. Þetta var martröðin, á sunnudeginum fer ég í myndatöku á hægra hnénu og svo á vinstri ökklanum. Þegar ég er í skanna á vinstri ökklanum, þegar ég myndi labba út vissi ég að ég myndi sjá á svipnum á þeim hvort þetta væri alvarlegt eða ekki. Ég fer svo út og sé Kristbjörgu brosa, þá brotna ég alveg niður og sé að það er alveg von.“

,,Ég áttaði mig á því þegar ég var búinn að labba fram hjá bekknum, maður vill ekki vera að pæla í því strax á vellinum. Þett rann upp fyrir mér þegar maður er einn með þremur sjúkraþjálfurum.“

Sá sem sá um aðgerðina er vongóður að Aron Einar geti spilað á Heimsmeistarmaótinu.

,,Þegar skurðlæknirinn er vongóður um að þú náir HM þá áttu von, ef einhverjir eru svartsýnir þá eru það þeir. Þeir vilja lengri tíma en á að vera, þegar hann segir þetta. Þá átta ég mig á því að það er mikil vinna ef ég ætla að ná í það, það er sett á fula ferð áfram á næstu vikum. Ég er mjög jákvæður, ég ætla mér á HM. Það er mikil vinna fram undan, það er mikið plan í gang. Ég er ánægður með hvernig sjúkraþjálfararnir í Cardiff og hjá landsliðinu hafa staðið sig, það vilja allir gera allt fyrir mann.“

,,Ég ætla að byrja í Cardiff, eina vandamálið við Ísland er að það er ekki til lofthlaupabretti þar sem þú setur ekki alla þyngd á þig. Ég er að huga um að fara í viku til Katar, keyra þetta í gang þar. Sjá hvernig ég verð þegar ég kem heim, kem þá heim í lok maí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys
433Sport
Í gær

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Í gær

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Í gær

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði