,,Staðan er ágæt, ég sit hérna í GameReady tæki og verið að koma með morgunmat í sófann. Gott að vera vel giftur á stundu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands í samtali við Brennsluna á FM957 í dag.
Aron Einar fór í aðgerð á hné á mánudag en að auki er hann tognaður á ökkla. Aron Einar þarf á guð og lukku að halda til að vera klár í slaginn á HM í Rússlandi.
Aron óttaðist það versta og fór í myndatöku á sunnudag, þegar hann kom úr henni sá hann eiginkonu sína þá fann hann von. Kristbjörg Jónasdóttir stóð og brosti þegar hann kom úr myndatökunni.
,,Ég í fyrsta lagi meiðist ég á ökkla, ég stíg vitlaust í hann. Ég átta mig á því að ég er illa tognaður, ég stend upp í smá paniki. Þá er ég búin að læsast í hnénu og fæ hnykk á hnéð. Þá veit ég að þetta er alvarlegt, svo fer ég inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst. Þetta var martröðin, á sunnudeginum fer ég í myndatöku á hægra hnénu og svo á vinstri ökklanum. Þegar ég er í skanna á vinstri ökklanum, þegar ég myndi labba út vissi ég að ég myndi sjá á svipnum á þeim hvort þetta væri alvarlegt eða ekki. Ég fer svo út og sé Kristbjörgu brosa, þá brotna ég alveg niður og sé að það er alveg von.“
,,Ég áttaði mig á því þegar ég var búinn að labba fram hjá bekknum, maður vill ekki vera að pæla í því strax á vellinum. Þett rann upp fyrir mér þegar maður er einn með þremur sjúkraþjálfurum.“
Sá sem sá um aðgerðina er vongóður að Aron Einar geti spilað á Heimsmeistarmaótinu.
,,Þegar skurðlæknirinn er vongóður um að þú náir HM þá áttu von, ef einhverjir eru svartsýnir þá eru það þeir. Þeir vilja lengri tíma en á að vera, þegar hann segir þetta. Þá átta ég mig á því að það er mikil vinna ef ég ætla að ná í það, það er sett á fula ferð áfram á næstu vikum. Ég er mjög jákvæður, ég ætla mér á HM. Það er mikil vinna fram undan, það er mikið plan í gang. Ég er ánægður með hvernig sjúkraþjálfararnir í Cardiff og hjá landsliðinu hafa staðið sig, það vilja allir gera allt fyrir mann.“
,,Ég ætla að byrja í Cardiff, eina vandamálið við Ísland er að það er ekki til lofthlaupabretti þar sem þú setur ekki alla þyngd á þig. Ég er að huga um að fara í viku til Katar, keyra þetta í gang þar. Sjá hvernig ég verð þegar ég kem heim, kem þá heim í lok maí.“