Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton og íslenska landsliðsins er allur að koma til eftir meiðsli á hné.
Gylfi meiddist á liðbandi í hné í upphafi mars gegn Brighton en hélt leik áfram.
Degi eftir leik gat Gyfi ekki hreyft hnéð og voru margir Íslendingar smeykir um að hann myndi missa af Heimsmeistaramótinu í sumar. Það reyndist óþarfi en Gylfi er að komast aftur af stað og gæti spilað með Everton von bráðar.
,,Það var enginn nálægt mér eða neitt og það eru oft verstu meiðslin,“ segir Gylfi við RÚV.
„Fyrst þegar þetta gerist þá heyri ég brak í hnénu. Þannig ég verð sjálfkrafa mjög hræddur og byrja strax að hugsa um HM og hvort ég hafi slitið eitthvað. En verkurinn minnkar á næstu þremur, fjórum mínútum og ég einhvern veginn næ að klára fyrri hálfleikinn. Tek verkjatöflur þá og svona kem mér í gegnum seinni hálfleikinn en síðan daginn eftir þá bara gat ég ekki hreyft hnéð,