fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Þýskaland

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?

Pressan
30.07.2020

Þýska lögreglan lauk í gærkvöldi leit í garðlandi í útjaðri Hannover. Þar hafði fjöldi lögreglumanna unnið að uppgreftri síðan á þriðjudaginn en þetta er liður í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal 2007. Christian B. sem er grunaður um að hafa numið Madeleine á brott hafði aðgang að þessu garðlandi árið 2007. Lesa meira

Telja að endurreisn þýsks efnahags taki tvö ár

Telja að endurreisn þýsks efnahags taki tvö ár

Pressan
29.07.2020

Óttinn við aðra bylgju kórónuveirunnar heldur aftur af endurreisn þýsks efnahags. Þess er vænst að hagvöxtur í landinu verði þremur prósentum meiri á þessum ársfjórðungi en þeim síðasta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hagfræðistofnuninni DIW. Fram kemur að þetta séu skýr merki um endurreisn en þrátt fyrir góðan vöxt þá muni væntanlega líða Lesa meira

Donald Trump samþykkir áætlun um að fækka hermönnum í Þýskalandi

Donald Trump samþykkir áætlun um að fækka hermönnum í Þýskalandi

Pressan
08.06.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur samþykkt áætlun um að fækka bandarískum hermönnum í Þýskalandi um 9.500. Þeir eiga að halda heim á leið á næstu vikum. Trump vill takmarka fjölda bandarískra hermanna í Þýskalandi við 25.000. Trump hefur lengi kvartað undan því sem hann segir vera of lágt framlag annarra aðildarríkja NATO til varnarbandalagsins. Af þessum Lesa meira

Segja öfgahægrimenn standa á bak við mótmæli gegn kórónuveirulokunum

Segja öfgahægrimenn standa á bak við mótmæli gegn kórónuveirulokunum

Pressan
20.05.2020

Margir þýskir stjórnmálamenn vara nú við því sem þeir kalla „vaxandi öflum öfgahægrimanna í Þýskalandi“. Þessi orð láta þeir falla í kjölfar mótmæla um allt land gegn þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í því skyni að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frankfurter Allgemeine skýrir frá þessu auk fleiri þýskra miðla. Yfirvöld segja að margir mótmælendanna Lesa meira

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Pressan
02.04.2020

Maha Vajiralongkorn, hinn 67 ára konungur Taílands, á á brattann að sækja hvað varðar almenningsálitið í heimalandinu þessa dagana. Ástæðan er að hann ákvað að flýja COVID-19 faraldurinn og fara til Þýskalands. Þar hefur hann leigt öll herbergin á lúxushótelinu Grand Hotel Sonnenbichl. Bild er meðal þeirra þýsku fjölmiðla sem skýra frá þessu. Fram kemur Lesa meira

Þetta er ástæðan fyrir að dánartíðni af völdum COVID-19 er mjög lág í Þýskalandi

Þetta er ástæðan fyrir að dánartíðni af völdum COVID-19 er mjög lág í Þýskalandi

Pressan
01.04.2020

Á heimsvísu látast að meðaltali um 5 prósent þeirra sem greinast smitaðir af COVID-19 en í Þýskalandi er staðan allt önnur. Þar er dánarhlutfallið nú tæplega hálft prósent. Ástæðan fyrir þessu er að sögn að Þjóðverjar hafa allt frá upphafi tekið mikið af sýnum úr fólki og því getað staðfest smit snemma. Rétt rúmlega helmingur Lesa meira

Þýski hjúkrunarfræðingurinn myrti allt að 300 sjúklinga

Þýski hjúkrunarfræðingurinn myrti allt að 300 sjúklinga

Pressan
08.06.2019

Þegar Niels Högel hóf störf á gjörgæsludeild Delmenhorst sjúkrahússins í Þýskalandi fékk hann góð meðmæli hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Hann var sagður maður sem starfaði „sjálfstætt og samviskusamlega“. Þegar mikið lá við var hann sagður bregðast við af „yfirvegun“ og ekki nóg með því viðbrögð hans væru „tæknilega rétt“. Þetta voru meðmælin frá sjúkrahúsi í Lesa meira

Djúp gjá á milli Þýskalands og Frakklands hvað varðar framtíðarstefnu ESB

Djúp gjá á milli Þýskalands og Frakklands hvað varðar framtíðarstefnu ESB

Pressan
17.05.2019

Frakkar og Þjóðverjar eru nágranna- og vinaþjóðir og samskipti ríkjanna eru með miklum ágætum. Í landamærahéruðum ríkjanna ferðast fólk mikið yfir til nágranna sinna til að sækja sér eitt og annað sem kannski ekki er í boði í heimalandinu eða er hagstæðara að kaupa hjá nágrönnunum, nú eða bara til að njóta þess sem nágrannarnir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af