fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Þýskaland

Enn eru lög frá valdatíma nasista í gildi í Þýskalandi – Beinast gegn gyðingum

Enn eru lög frá valdatíma nasista í gildi í Þýskalandi – Beinast gegn gyðingum

Pressan
30.01.2021

29 lög, sem voru samþykkt á valdatíma nasista, eru enn í gildi í Þýskalandi. Nú vill fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem annast mál er varða gyðingahatur, láta taka til í lagasafninu. Meðal þessara laga eru lög um „hefðbundin“ gyðinganöfn. Samkvæmt þeim þurftu gyðingar að taka sér nýtt nafn ef nöfn þeirra voru ekki á lista yfirvalda yfir Lesa meira

Loka þýsku sjúkrahúsi – 99 starfsmenn smitaðir af kórónuveirunni

Loka þýsku sjúkrahúsi – 99 starfsmenn smitaðir af kórónuveirunni

Pressan
28.01.2021

Hræðslan við stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðið sem stundum er nefnt breska afbrigðið, veldur því að búið er að loka Klinikum Bayreuth í suðurhluta Þýskalands. 99 af 3.300 starfsmönnum sjúkrahússins hafa greinst með kórónuveiruna og því hefur verið gripið til harðra aðgerða. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að aðeins sé tekið við sjúklingum í bráðatilfellum og að búið sé að aflýsa Lesa meira

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Pressan
26.01.2021

Í Munkenreuth, sem er norðaustan við Nürnberg, fundust mæðgin látin á heimili sínu á jóladag. Þau höfðu látist af völdum COVID-19 en höfðu ekki gert neinum viðvart um að þau væru veik. Móðirin, sem var 76 ára, fannst í rúmi sínu á efri hæð hússins en sonurinn, 54 ára, fannst í hægindastól á neðri hæðinni. Bild skýrir frá þessu. Rúmlega Lesa meira

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar

Pressan
20.01.2021

Vegna þeirrar ógnar sem er talin stafa af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar, hinu svokallaða B117 afbrigði, hafa þýsk yfirvöld ákveðið að framlengja núverandi sóttvarnaaðgerðir og herða þær. Gildir þetta fram í miðjan febrúar, að minnsta kosti. Angela Merkel, kanslari, tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að hún hafði fundað með leiðtogum sambandsríkjanna. Hún sagði að B117 afbrigðið ógni þeim aðgerðum og árangri sem hefur náðst í Lesa meira

Vilja efla gæslu við þýska þinghúsið í kjölfar atburðanna í Washington

Vilja efla gæslu við þýska þinghúsið í kjölfar atburðanna í Washington

Pressan
16.01.2021

Heimsbyggðin gat fylgst með því í beinni útsendingu þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið í Washington nýlega. Þetta fór ekki fram hjá þýskum yfirvöldum og þingmönnum og hefur nú verið ákveðið að skoða hvernig efla megi gæsluna við þinghúsið í Berlín til að koma í veg fyrir að svona geti gerst þar. Wolfgang Schäuble, forseti þingsins, vill láta skoða hvernig er Lesa meira

Merkel er sögð vilja „ofurlokun“ samfélagsins

Merkel er sögð vilja „ofurlokun“ samfélagsins

Pressan
15.01.2021

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð vilja herða sóttvarnaaðgerðir í landinu til muna til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún er sögð telja að staðan hafi breyst svo til hins verra að aðeins sé hægt að hafa hemil á faraldrinum með enn hertari aðgerðum. AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum í flokki Merkel, CDU. Nýjar aðgerðir munu að sögn meðal annars beinast að Lesa meira

Tímamót í Þýskalandi – Nú verður minnst ein kona að sitja í stjórn hvers fyrirtækis

Tímamót í Þýskalandi – Nú verður minnst ein kona að sitja í stjórn hvers fyrirtækis

Pressan
07.01.2021

Eftir áralangar umræður hefur þýska ríkisstjórnin loksins samþykkt lög sem kveða á um að í stjórnum fyrirtækja, sem eru með fleiri en þrjá stjórnarmenn, verði að minnsta kosti ein kona að sitja. Jafnaðarmenn, sem mynda ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara, hafa lengi barist fyrir þessu. Franziska Giffey, ráðherra fjölskyldumála, segir að lögin séu Lesa meira

Þýsk yfirvöld hafa misst stjórn á kórónuveirufaraldrinum – Víðtækar lokanir taka gildi á morgun

Þýsk yfirvöld hafa misst stjórn á kórónuveirufaraldrinum – Víðtækar lokanir taka gildi á morgun

Pressan
15.12.2020

Kórónuveiran dreifist nú svo hratt í Þýskalandi að Peter Altmaier, efnahags- og orkumálaráðherra, telur að faraldurinn sé nú stjórnlaus. Þjóðverjar eru hvattir til að sleppa jólagjafainnkaupum og miðnæturmessu um jólin. Á morgun ganga víðtækar lokanir í gildi. „Ég vona og óska mér að fólk kaupi bara það sem það hefur virkilega þörf fyrir, eins og nauðsynjavörur. Lesa meira

Arfleiddi nágranna sína að 940 milljónum

Arfleiddi nágranna sína að 940 milljónum

Pressan
07.12.2020

Frá 1975 bjó Renate Wedel í Weiperfelden í Waldsolms í Hesse í miðhluta Þýskalands ásamt eiginmanni sínum, Alfred Wede. Waldsolms er sveitarfélag sem samanstendur af 6 þorpum. Alfred lést 2014 en hann hafði stundað verðbréfaviðskipti með góðum árangri. Renate, sem dvaldi á hjúkrunarheimili í Frankfurt frá 2016, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri. Í apríl var sveitarfélaginu tilkynnt að Renate hefði arfleitt það að eignum sínum sem voru Lesa meira

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess gerlega“

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess gerlega“

Pressan
02.12.2020

Talsmaður samtaka þýskra gjörgæslulækna vill að stjórnvöld grípi til enn harðari sóttvarnaaðgerðar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins en að meðaltali eru aðeins þrjú laus legurými á gjörgæsludeildum landsins. Gernot Marx,  formaður samtaka gjörgæslulækna, varar við þeirri stöðu sem er uppi. Bild skýrir frá þessu. „Við erum í einstökum aðstæðum ólíkum öllu því sem við Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Stöð 2 lækkar verð