fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Óflokkað

Ekki góð hugmynd

Ekki góð hugmynd

Eyjan
23.06.2010

Í Gorkí Park er hægt að láta taka myndir af sér með tígrisdýri – þessu sem sjá má hérna á myndinni. Ég spurði Kára hvort hann vildi ekki gera þetta, sagði að vinir hans yrðu kannski hrifnir. Þá sagði hann: „Pabbi, viltu eiga hálfétinn son?“

Að temja fjármálaskrímslið

Að temja fjármálaskrímslið

Eyjan
23.06.2010

Í alþjóðaútgáfu Der Spiegel má lesa stóra grein um að bankar og fjármálastofnanir séu aftur farnar að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist, spilavítiskapítalisminn ráði ferðinni. Stjórnmálamenn hafa uppi stór orð um að koma böndum yfir bankana, en efndir hafa ekki fylgt orðum. Spiegel segir að síðasta tækifærið verði á fundi G20 sem Lesa meira

Smá mismunun

Smá mismunun

Eyjan
22.06.2010

Á Íslandi fórna menn höndum ef á að láta útlendinga borga svo mikið sem hundraðkall fyrir að komast inn á ferðamannastaði.  Svo fer maður til útlanda og borgar of fjár fyrir að skoða vinsæla staði. Svona er þetta heldur ekki í Rússlandi. Ég var að athuga með að komast á sýningu í hinu fræga Marinskí Lesa meira

Lenín og Stalín í Kreml

Lenín og Stalín í Kreml

Eyjan
22.06.2010

Það yrði upplit á einhverjum ef maður í gervi Hitlers tæki sér stöðu í miðborg Berlínar og byði ferðamönnum að láta taka myndir af sér með honum. Líklega yrði maðurinn fjarlægður umsvifalaust af lögregluni – og atburðurinn myndi hugsanlega komast í fréttirnar. Viðhorf Rússa til blóðugrar sögu sinna er nokkuð annað en Þjóðverja. Þessir herramenn Lesa meira

Rússneskar bókmenntir og saga

Rússneskar bókmenntir og saga

Eyjan
21.06.2010

Ég hef alla tíð legið í rússneskum bókmenntum og sögu. Ég hef varla gert mér grein fyrir því fyrr en ég kem til Rússlands í fyrsta sinn að þetta hefur nánast verið mitt helsta áhugamál. Ég er ekki alveg óundirbúinn að koma hingað. En það er vitleysa að hafa ekki lært svolítið í rúsnesku. Ég Lesa meira

Konunglega brúðkaupið

Konunglega brúðkaupið

Eyjan
21.06.2010

Jenný Anna segir allt sem þarf að segja um konunglega brúðkaupið í Svíþjóð. Nema kannski eitt: Niður með kónga og þeirra slekti! Lifi lýðveldishugsjónin!

Moskva-St. Pétursborg

Moskva-St. Pétursborg

Eyjan
21.06.2010

Þetta er nútíminn. Að sitja í lest milli Moskvu og St. Pétursborgar, horfa út úm gluggann á endalaus tré – vötn og ár og þorp með niðurníddum timburhúsum. Og vera á netinu.

Vestræn samvinna og Rússalánið

Vestræn samvinna og Rússalánið

Eyjan
20.06.2010

Þorsteinn Pálsson skrifar grein þar sem hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist því hlutverki að hafa forystu um vestræna samvinnu. Þorsteinn er náttúrlega heitur stuðningsmaður aðildar að Evrópusambandinu. En í þessu sambandi má rifja upp Rússalánið sem var talað um í október 2008, upp á 4 milljarða evra eða um 650 milljarða íslenskra króna. Kannski Lesa meira

Evrópa þung og þreytt, Ameríka glansar, Afríka dettur út

Evrópa þung og þreytt, Ameríka glansar, Afríka dettur út

Eyjan
20.06.2010

Heimsmeistarakeppninn hefur ekki boðið upp á neinn draumafótbolta hingað til. Það segir sína sögu að skemmtilegasti leikurinn var líklega á milli Bandaríkjanna og Slóveníu. Stóru evrópsku liðin hafa valdið vonbrigðum, þau virka þreytt og stemmingslaus. Og því miður virðast liðin frá Afríku ætla að detta úr keppninni. Ghana og Fílabeinsströndin eiga séns, en það ræðst Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af