fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Óflokkað

Traustið hrapar

Traustið hrapar

Eyjan
13.07.2010

Bíræfni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og vina hans er ótrúleg. Menn sem gátu gert flókin viðskipti á ensku þykjast ekki kunna tungumálið lengur þegar þeir þurfa að svara fyrir gerðir sínar. Jón Ásgeir sagðist fyrir stuttu vera slyppur og snauður, en svo kemur í ljós að hann hefur komið milljörðum undan. Hann dregur þá fram þegar Lesa meira

Magma og auðlindirnar

Magma og auðlindirnar

Eyjan
13.07.2010

Það skil ég vel að menn hafi áhyggjur af eignarhaldi á íslenskum auðlindum. Nú er um það nánast algjör samstaða að þar skuli farið með mestu gát. Í raun þyrfti að semja ný lög sem kveða á um eignarhald og nýtingarrétt – og þar ætti heldur ekki að undanskilja fiskveiðiauðlindina. Þá er ég ekki tala Lesa meira

Smá pása

Smá pása

Eyjan
09.07.2010

Góðir lesendur. Vefurinn verður ekki uppfærður næstu daga.

LÍÚ yfirgefur krónuna

LÍÚ yfirgefur krónuna

Eyjan
08.07.2010

Þetta er eiginlega stórmerkilegt. Stórútgerðarfyrirtækin í landinu, sem eru mest á móti því að ganga í Evrópusambandinu, eru búin að yfirgefa krónuna, gera nú upp í evrum – en ætlast svo til þess að aðrir noti krónur.

Stjörnur HM

Stjörnur HM

Eyjan
08.07.2010

Stjörnur heimsmeistarkeppninnar hingað til eru Diego Forlan, Japaninn Honda, Mesut Özil, Arjen Robben og Wesley Sneijder, Puyol með sína fljúgandi skalla. Það var tæplega búist við því að neinn af þessum yrði stjarna keppninnar, heldur var veðjað á Ronaldo, Messi og Wayne Rooney. Þetta er náttúrlega bara skemmtilegt.

Hugmyndalegt tómarúm

Hugmyndalegt tómarúm

Eyjan
07.07.2010

Það er viðkvæmt mál þegar nefnt er að við höfum lifað tíma frjálshyggju þar sem allt var einkavætt sem hönd á festi, bæjarútgerðir til að byrja með, síðan fiskurinn í sjónum, alls kyns ríkisfyrirtæki, bankarnir, síminn – planið var að fara sömu leið með orkuna, heilbrigðiskerfið og menntunina. Nú stendur ekki steinn yfir steini í Lesa meira

Nýfrjálshyggja

Nýfrjálshyggja

Eyjan
07.07.2010

Ungur menntskólanemi, Jóhann Páll Jóhannsson, skrifar grein um nýfrjálshyggju og framkvæmd hennar á Íslandi í Fréttablaðið. Segir meðal annars: „Eftir að íslenska bankakerfið hrundi hafa margir hægrimenn vísað því alfarið á bug að hér hafi ríkt nokkurs konar frjálshyggja. Benda þeir jafnan á að hér voru mikil ríkisútgjöld og tiltölulega háir skattar auk þess sem Lesa meira

Ringo sjötugur

Ringo sjötugur

Eyjan
07.07.2010

Við erum löngu komin framhjá When I´m Sixty Four. Bítillinn, húmoristinn og ljúflingurinn Ringo Starr er sjötugur í dag. Hann var kannski ekki hæfileikaríkasti Bítillinn, en hugsanlega sá viðkunnanlegasti. Elskulegur hlekkur í frábærustu hljómsveit allra tíma. Eins og kemur fram í New York Times heldur Ringo afmælistónleika í kvöld með All Starr hljómsveit sinni í Lesa meira

Voldug og eigingjörn

Voldug og eigingjörn

Eyjan
06.07.2010

Fyrir nokkrum dögum birti ég bréf frá lesanda um kynslóðareikninga. Francis Beckett er á svipuðum slóðum í grein sem hann skrifar í Guardian, en þar fjallar hann um svonefnda baby boomers, börn eftirstríðsáranna, kynslóð sem hann segir að hafi verið mulið undir og sjái rækilega til þess að börn hennar og barnabörn hafi það verra Lesa meira

Á lyftara í Bónus

Á lyftara í Bónus

Eyjan
06.07.2010

Jón Ásgeir Jóhannesson skilur eftir sig sviðna jörð á Íslandi. Eða eigum við að kalla það mestu skuldasúpu allra tíma. Og ef það er eitt sem honum dettur ekki í hug að gera hér heima þá er það að borga skuldir sínar. Því réttast væri líklega að hann kæmi heim í þegnskylduvinnu og borgaði – Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af