fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Óflokkað

Heitasti júnímánuður

Heitasti júnímánuður

Eyjan
17.07.2010

Guardian skýrir frá því að gögn frá Bandaríkjastjórn sýni að júnímánuður 2010 hafi verið sá heitast í veröldinni síðan mælingar hófust. Í fréttinni segir að ekki hafi verið minni ís á Norðurheimskautinu í júní síðan farið var að fylgjast með ísnum úr gervihöttum árið 1979. Mánuðirnir á undan voru einnig óvenju heitir – svo það Lesa meira

Tvö högg

Tvö högg

Eyjan
16.07.2010

Einkaskólastefnan sem hér hefur verið rekin hefur orðið fyrir tveimur slæmum höggum síðustu vikuna. Annars vegar er það mál skólastjórans í Menntaskólanum Hraðbraut sem virðist hafa notað skólann til að auðgast sjálfur. Hins vegar er það brottrekstur stærðfræðiprófessorsins Einars Steingrímssonar frá Háskólanum í Reykjavík. Einar er hámenntaður stærðfræðingur, með PHD próf frá hinum fræga skóla Lesa meira

Hannan hjá Heimdalli

Hannan hjá Heimdalli

Eyjan
16.07.2010

Daniel Hannan, breski Evrópuþingmaðurinn, sem er auglýstur sem gestur á fundi hjá Heimdalli, náði mestri frægð í fyrra þegar hann kom á bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News og lýsti því yfir að breska heilbrigðiskerfið, NHS, væri samsæri sósíalista sem hefði staðið í sextíu ár. Þetta olli Íhaldsflokknum nokkrum vandræðum og David Cameron neyddist til að sverja Lesa meira

Hitabylgjur

Hitabylgjur

Eyjan
16.07.2010

Maður les að víða á Íslandi sé lokað vegna veðurblíðu. Hér í Tyrklandi er allt opið – og er þó hitinn meira en helmingi hærri en á Íslandi. Skal reyndar játað að þetta er dálítið of heitt. En mun góða veðrið geta slegið á hið skelfilega þras sem einkennir umræðuna heima?

Sorgarsaga Orkuveitunnar

Sorgarsaga Orkuveitunnar

Eyjan
16.07.2010

Nú loks eftir kosningar er farið að segja sannleikann um Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið er á hausnum eftir langvarandi óstjórn, sukk og brask. Hápunkti náði það þegar reynt var að koma því í hendurnar á Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri – hópur stjórnmálamanna vann baki brotnu að því að gera það að veruleika og fékk góða Lesa meira

Jafntefli

Jafntefli

Eyjan
16.07.2010

Morgunblaðið kvartar undan því að Fréttablaðið fái bróðurpartinn af auglýsingum frá Högum, les gamla Baugsveldinu. Á móti kvartar Fréttablaðið undan því að Morgunblaðið fái megnið af auglýsingum frá hinu opinbera. Það er arfleifð frá því að Mogginn var blað valdsins á Íslandi. Með þessu sýnist nokkuð jafnt á komið með blöðunum.

Langfrægasti Íslendingurinn

Langfrægasti Íslendingurinn

Eyjan
15.07.2010

Ég hef verið á ferðalögum erlendis í nokkrar vikur, er nú í Tyrklandi. Það er alveg sama hvert maður fer og hvert maður hittir, þegar maður segist vera Íslendingur er undireins spurt um eldfjallið. Af því leiða oft nokkur gamanmál. Ég veit ekki með átakið Inspired by Iceland – sem átti að lagfæra skaðann sem Lesa meira

Að banna pasta

Að banna pasta

Eyjan
15.07.2010

Helga Vala sagði að til stæði að stofna flokk fólks sem vildi banna pasta. Um fólk með þessar skoðanir skrifaði Grímur Atla, maðurinn hennar Helgu, pistil sem birtist 19. febrúar á þessu ári. Þar var sagt frá manni sem hafði svo miklar áhyggjur af íslenskum landbúnaði að hann vildi banna pasta og alls ekki ganga Lesa meira

Kreppan og eftirspurnin

Kreppan og eftirspurnin

Eyjan
15.07.2010

Ein aðferðin við að komast út úr kreppu er að örva eftirspurn í hagkerfinu. Þetta dugir illa á hér vegna þess að aukin eftirspurn á Íslandi hefur strax áhrif á viðskiptajöfnuðinn – eftirspurnin er jafnan eftir innfluttum erlendum vörum. Ég nefndi í pistli um daginn að Íslendingar þyrftu kannski að fara að framleiða Kórónaföt á Lesa meira

Blæjur bannaðar fyrir Bastilludag

Blæjur bannaðar fyrir Bastilludag

Eyjan
13.07.2010

Andlitsblæjur sem eru notaðar til að hylja konur eru tákn um kvennakúgun. Það er ekkert öðruvísi. Það er sagt að þetta sé trúartákn – en í raun er það ekki síður pólitískt. Franska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta 336 atkvæðum gegn einu að banna þessar blæjur. Þingmenn Sósíalistaflokksins sátu hjá. Málið er vinsælt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Ferguson fer til Roma