Fann risastóran köngulóarvef – Virðist nógu stór til að „veiða“ manneskju
Pressan05.10.2020
Starfsmaður náttúruverndaryfirvalda í Missouri í Bandaríkjunum tók meðfylgjandi ljósmynd af risastórum köngulóarvef sem varð á vegi hans nýlega. Myndin hefur vakið mikla athygli enda um glæsilegan vef að ræða. Francis Skalicky tók myndina á göngustíg nærri Springfield nýlega að sögn Missouri Department of Conservation sem birti myndina á Facebooksíðu sinni á miðvikudaginn. Vefurinn er á milli tveggja trjáa og miðað við sjónarhorn ljósmyndarans þá virðist hann vera risastór. Lesa meira