fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Kína

Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong

Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong

Pressan
07.07.2020

Bækur, skrifaðar af lýðræðissinnum í Hong Kong, eru nú farnar að hverfa af bókasöfnum borgarinnar. Ekki er lengur hægt að fá þær lánaðar og þær er ekki að finna í hillum safnanna. Svo ótrúlegt sem það er þá gerist þetta nokkrum dögum eftir að ný ströng öryggislög kínverskra stjórnvalda tóku gildi. Aðgerðasinnar í Hong Kong Lesa meira

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína

Pressan
01.07.2020

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru sem hefur fundist í svínum í Kína. Ekki er talið útilokað að veiran geti valdið heimsfaraldri á borð við heimsfaraldur kórónuveiru sem nú herjar á heimsbyggðina. Talsmaður WHO sagði í gær að stofnunin ætli að „kafa vel ofan í“ kínverskar rannsóknir á þessari veiru. Christian Lesa meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir yfirstandandi kreppu ólíka öllum öðrum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir yfirstandandi kreppu ólíka öllum öðrum

Pressan
28.06.2020

Þróun efnahagsmála á heimsvísu vegna kórónuveirufaraldursins er verri en talið var í fyrstu og hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því endurskoðað spá sína um efnahagsþróun. Samkvæmt nýrri spá hans verður hagvöxtur á heimsvísu neikvæður um 4,9% á árinu sem er 1,9 prósentustigum meiri samdráttur en í spá sjóðsins frá því 14. apríl. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur sjóðsins, kynnti niðurstöðuna nýlega Lesa meira

Kjöraðstæður fyrir faraldur – Hundakjöt enn selt í Kína

Kjöraðstæður fyrir faraldur – Hundakjöt enn selt í Kína

Pressan
24.06.2020

Enn er verið að slátra hundum og selja kjöt þeirra á mörkuðum í Yulin, í suðurhluta Kína, þrátt fyrir að yfirvöld flokki þá ekki lengur sem búfé. Aðgerðarsinnar segja að þetta siðlausa athæfi verði að hætta til þess að varðveita orðspor Kína og gæta öryggis fólks. Félagasamtök hafa varað við því að áframhaldandi verslun með Lesa meira

Átta börn drukknuðu í Kína

Átta börn drukknuðu í Kína

Pressan
23.06.2020

Á sunnudaginn drukknuðu átta börn í Sichuan-héraði í Kína. Eitt barnanna datt í ána Fu sem er um 700 km löng. Hin sjö stukku þá út í til að reyna að bjarga barninu. Þetta endaði síðan á þann hörmulega hátt að öll börnin drukknuðu. Þau voru á aldrinum 6 til 11 ára að sögn ABC Lesa meira

Nýr kórónuveirufaraldur í Kína gæti hafa komið frá Evrópu

Nýr kórónuveirufaraldur í Kína gæti hafa komið frá Evrópu

Pressan
22.06.2020

Kínversk yfirvöld hafa birt upplýsingar um erfðamengi kórónuveiruna sem veldur nú nýjum faraldri í Peking. Talið er að faraldurinn hafi brotist út á matarmarkaði í borginni. Kínverskir sérfræðingar segja að erfðamengið líkist því sem er í kórónuveirufaraldrinum sem hefur herjað á Evrópu. Um 200 manns eru nú smitaðir í Peking. Talið er að faraldurinn hafi átt Lesa meira

Óttast það versta – Næstu dagar verða afgerandi

Óttast það versta – Næstu dagar verða afgerandi

Pressan
19.06.2020

Eins og kunnugt er þá átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Í lok janúar var borgin lokuð af til að hægt væri að hemja útbreiðslu veirunnar. En hún hafði þá þegar borist út fyrir borgarmörkin og hefur síðan dreifst um allan heim. Kínverjar náðu síðan góðum tökum á faraldrinum og Lesa meira

Stórveldi í blóðugri deilu – Upphafið á endinum

Stórveldi í blóðugri deilu – Upphafið á endinum

Pressan
19.06.2020

Það stefnir í átök á milli tveggja af fjölmennustu þjóðum heims. Indland og Kína hafa í næstum 60 ár átt í hörðum deilum um svæðið við landamæri þjóðanna á Ladakh svæðinu, í Kashmír héraði við Himalaya fjöllin. Á þriðjudag brutust út átök á milli landamæravarða frá báðum þjóðum. Samkvæmt yfirvöldum í Dehli voru að minnsta kosti 20 indverskir hermenn drepnir með hnífum og Lesa meira

Uppgötvunin sem breytir öllu

Uppgötvunin sem breytir öllu

Pressan
15.06.2020

Steinstytta af fugli er að sögn vísindamanna „týndi hlekkurinn“ í skilningi okkar á listsköpun forfeðra okkar. Styttan á myndinni er frá steinöld og er talin vera tæplega 13.500 ára gömul. Þetta er auk þess elsta þekkta þrívíddar listaverkið sem hefur fundist í austanverðri Asíu. 8.500 árum eldra en það næst elsta. CNN skýrir frá þessu. Lesa meira

Segja gervihnattarmyndir sýna að COVID-19 hafi brotist mun fyrr út í Wuhan

Segja gervihnattarmyndir sýna að COVID-19 hafi brotist mun fyrr út í Wuhan

Pressan
12.06.2020

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sögn að kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafi brotist út mun fyrr en áður hefur verið haldið fram. Vísindamenn við Harvard Medical School segja þetta niðurstöður rannsóknar sinnar. Þeir byggja niðurstöðurnar á yfirferð gervihnattarmynda sem sýna að það var miklu meira að gera á sjúkrahúsum í Wuhan mánuðum saman áður en kínversk yfirvöld skýrðu frá veirunni. Sky skýrir frá þessu. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af