fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022

Íran

Íranar segja ásakanir Bandaríkjamanna um mannránsáætlun ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum

Íranar segja ásakanir Bandaríkjamanna um mannránsáætlun ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum

Pressan
15.07.2021

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að fjórir Íranar, sem eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna fréttakonu frá New York og flytja til Íran, séu starfsmenn írönsk leyniþjónustunnar. Írönsk yfirvöld segja að ákæran og málið allt sé „hlægilegt og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum“. Það er fréttakonan Masih Alinejad, sem er írönsk en býr í Bandaríkjunum, sem var Lesa meira

Biden segir að Íran fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum á meðan hann er forseti

Biden segir að Íran fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum á meðan hann er forseti

Pressan
30.06.2021

Svo lengi sem Joe Biden er forseti Bandaríkjanna mun Íran ekki fá að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Biden á mánudaginn þegar fundur hans og Reuven Rivlin, forseta Ísraels, var að hefjast. Nú standa yfir viðræður á milli Bandaríkjanna, Íran og fleiri ríkja um kjarnorkusamninginn við Íran en Biden hefur lýst sig reiðubúinn til að koma Bandaríkjunum aftur inn í samninginn en Donald Trump, Lesa meira

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af kjarnorkusamningnum við Íran

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af kjarnorkusamningnum við Íran

Pressan
29.06.2021

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af hugsanlegri endurlífgun kjarnorkusamningsins við Íran en Bandaríkin vinna nú að því að endurvekja samninginn sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Á sunnudaginn fundaði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísrael og ræddu þeir samninginn. Fyrir fundinn sagði Lapid að Ísrael hafi ákveðna og alvarlega fyrirvara við samninginn. Hann kveður á um að Íranir dragi mjög Lesa meira

Bandarísk yfirvöld tóku yfir heimasíður tengdar Íran

Bandarísk yfirvöld tóku yfir heimasíður tengdar Íran

Pressan
23.06.2021

Bandarísk yfirvöld hafa tekið yfir fjölda heimasíðna sem tengjast Íran. Þar á meðal heimasíður tveggja ríkisfjölmiðla, Press TV og al-Alam. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðunum þar sem segir að „bandarísk yfirvöld hafi lagt hald á vefsíðuna“. Vísað er til bandarískra laga um refsiaðgerðir gegn Íran í texta á síðunum og neðst er opinbert innsigli bandaríska viðskiptaráðuneytisins Lesa meira

Vilja ekki vestræn bóluefni og ætla að framleiða sitt eigið

Vilja ekki vestræn bóluefni og ætla að framleiða sitt eigið

Pressan
18.06.2021

Íran er það land í Miðausturlöndum sem hefur farið verst út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Yfirvöld reyna að hemja faraldurinn sem hefur lagst mjög þungt á þjóðina en fjórða bylgja hans geisar nú. Klerkastjórnin hefur veðjað á bóluefni sem lausnina við faraldrinum en það gengur hægt að bólusetja landsmenn. Samkvæmt tölum frá Johs Hopkins háskólanum er búið að bólusetja Lesa meira

Íranar standa á bak við stóran hluta Bitcoingraftar heimsins

Íranar standa á bak við stóran hluta Bitcoingraftar heimsins

Pressan
26.05.2021

Bitcoin hefur lengi verið ein heitasta og vinsælasta fjárfestingin hjá mörgum fjárfestum. En það kemur eflaust einhverjum á óvart að Íranar eru mjög hrifnir af Bitcoin og standa á bak við 4,5% af greftrinum eftir rafmyntinni á heimsvísu. The Independent skýrir frá þessu. Talið er að ein helsta ástæðan fyrir þessu séu hinar umfangsmiklu og hörðu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin beita Lesa meira

Hljóðupptökur varpa ljósi á harða valdabaráttu í Íran

Hljóðupptökur varpa ljósi á harða valdabaráttu í Íran

Pressan
29.04.2021

Nýlega var upptöku af orðum Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, lekið og hefur hún vakið mikla athygli því hún varpar ljósi á harða valdabaráttu í Íran. Lengi hefur verið vitað að harðlínuöfl og hófsöm öfl hafa tekist á í landinu en upptakan varar ákveðnu ljósi á þessi átök og hversu hörð þau eru. Á upptökunni heyrst Zarif kvarta undan því Lesa meira

Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum

Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum

Pressan
28.04.2021

Áhöfnin á bandaríska herskipinu Firebolt skaut á mánudaginn aðvörunarskotum að þremur írönskum herskipum sem komu of nærri herskipinu. Voru þeir þá í um 60 metra fjarlægð frá því. Þetta gerðist í Persaflóa. Írönsku herskipin, eða öllu heldur hraðskreiðir bátar, voru frá Íranska byltingarverðinum. Þau sigldu of nærri Firebolt og öðru bandarísku herskipi sem voru á alþjóðlegu hafsvæði Lesa meira

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Pressan
13.04.2021

Íranska ríkisstjórnin sakaði í gær Ísrael um að hafa staðið á bak við rafmagnsleysi í kjarnorkustöðinni í Natanz. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra, sagði að Íranir muni hefna sín. „Síonistarnir vilja hefna sín vegna góðs árangurs okkar við að fá refsiaðgerðunum aflétt. Þeir hafa opinberlega sagt að þeir muni ekki leyfa það,“ sagði Zarif í samtali við íranska sjónvarpsstöð og bætti við Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af