Íslenska karlalandsliðið í handbolta sá aldrei til sólar gegn Króatíu í öðrum leik milliriðla á HM í kvöld.
Fyrir þennan leik var Ísland með 100 prósent árangur á mótinu en leikurinn í kvöld var hrein skelfing. Vörnin var óþekkjanleg frá síðustu leikjum og ekki hjálpaði til við að markvörður heimamanna varði eins og berserkur.
Króatar sigldu snemma fram úr Íslandi í dag og leiddi liðið 20-12 í hálfleik. Strákunum okkar tókst ekki að sína mikið betri frammistöðu í seinni hálfleik og lokatölur 32-26.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á samfélagsmiðlinum X yfir leiknum.
Þetta er ykkur öllum að kenna..að ofpeppast og vera með jávkæðni og gleði. Það hefur aldrei verðið neinum til gagns #HMRUV
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 24, 2025
Langar einhverjum fleirum en mér að kýla þennan markmann hjá Króötum?
— Pétur Örn (@peturgisla) January 24, 2025
Við erum allavega komin með nýjan Dag til að tagga þegar við kvörtum yfir snjómokstri.
— Atli Fannar (@atlifannar) January 24, 2025
Ef ég sé markvörð Króatíu aldrei aftur verður það samt of snemmt #hmruv
— Sverrir Fridriksson 🇵🇸 (@Sigurdrifa) January 24, 2025
Hugur minn er hjá íslenskum áhorfendum sem flugu til Króatíu fyrir þennan leik en gætu verið á skíðum í Ölpunum þess í stað.#handbolti#hmruv
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 24, 2025
Hvað er að frétta? #hmruv
— patti (@patrikbirnir) January 24, 2025
Þetta átti bara að vera gaman en íslenska landsliðið tókst að eyðileggja það pic.twitter.com/Yxr2zCoMgB
— Séffinn / Stručnjak / The Specialist / Experten (@arnardadi) January 24, 2025
Úff þessi leikur greinilega einn af þessum hörmungum #hmruv pic.twitter.com/zUwmsvFLHp
— Tóti (@totigamli) January 24, 2025
Ég við Dag Sigurðsson eftir þennan leik:#hmruv pic.twitter.com/WZWh4e8w8J
— María Björk (@baragrin) January 24, 2025