fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Sport

Arnar hneykslaður á RÚV – „Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum knattspyrnumaður og íþróttaspekingur með meiru, er pirraður á þeim fjölda auglýsinga sem er á RÚV í kringum HM í handbolta.

Arnar lét óánægju sína í ljós yfir leik Íslands og Grænhöfðaeyja í gær, en um fyrsta leik liðanna í riðlakeppni HM var að ræða. Vildi hann dýpri greiningu frá mönnum í setti RÚV í hálfleik en fékk ekki vegna tíma sem fór í auglýsingar.

Þetta árlega. Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina. Ég verð bara að fá meira en 32 orð frá þremur frábærum sérfræðingum í hálfleik. Glatað stöff,“ skrifaði Arnar á X og vakti athygli á svipaðri færslu frá því í fyrra:

Fjöldi auglýsinga í kringum þessa leiki á EM er algjör sturlun. Þetta drepur alla stemningu og kemur í veg fyrir að hægt sé að gera eitthvað alvöru prógram. Ríkissjónvarpið hlýtur bara að geta gert þetta öðruvísi og betur,“ skrifaði Arnar í janúar 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir nýjustu ákvörðun United skammarlega fyrir félagið

Segir nýjustu ákvörðun United skammarlega fyrir félagið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarna City fékk glæsilega gjöf í heimalandinu – 30 milljóna króna bíll

Stjarna City fékk glæsilega gjöf í heimalandinu – 30 milljóna króna bíll
433Sport
Í gær

Óttast það sem Carragher og Neville segja um City og skrifuðu þeim bréf

Óttast það sem Carragher og Neville segja um City og skrifuðu þeim bréf