Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld í fyrsta leik í riðlakeppni HM. Hann útilokar þó ekki að spila í riðlakeppninni.
Ljóst er að Aron missir af þessum leik og næsta leik gegn Kúbu. Umræðan hafði verið á þann veg að hann myndi missa af allir riðlakeppninni en hann útilokar ekki að vera klár gegn Slóveníu í mikilvægum lokaleik riðilsins.
„Ég vona það. Við tökum stöðuna aftur á morgun og vonandi verð ég eitthvað fyrr með. En það er eiginlega ómögulegt að segja,“ sagði Aron við RÚV í kvöld.
Leikurinn við Grænhöfðaeyjar hefst innan skamms og er algjör skyldusigur fyrir Strákana okkar.
„Ég finn fyrir miklum spenningi og menn eru klárir í þetta. Þetta er einnan gæsalappa þægilegur mótherji sem við þurfum samt að vara okkur á,“ sagði Aron enn fremur.