Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.
Það var aðeins komið inn á íslenska körfuboltanum í þættinum en Mikael er auðvitað mikill stuðningsmaður nýliða KR.
„Ég held við séum bara með ágætis lið. Við erum með 2-3 íslenska stráka og svo útlendinga sem halda þessu uppi,“ sagði Mikael um sína menn, sem unnu fyrsta leik tímabilsins gegn Tindastól en töpuðu svo á grátlegan hátt gegn Stjörnunni.
„Þetta var sárt tap á móti Stjörnunni en við tókum Audda Blö og félaga og gerðum grín að þeim á Króknum í fyrsta leik. Ég hef ekki heyrt í Audda síðan,“ grínaðist Mikael.
„Það hefði verið sterkt að vinna bæði Tindastól og Stjörnuna, tvö dýrustu liðin í deildinni, í fyrstu tveimur leikjunum. En þetta var klúður á móti Stjörnunni, KR var mun betri í þessum leik.“
Umræðan í heild er í spilaranum.