Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Enski knattspyrnudómarinn Anthony Taylor mun dæma leik Íslands og Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM á fimmtudag.
Ísland og Ísrael mætast hér í Búdapest, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Meira
Sjáðu myndirnar: Strákarnir okkar æfðu í ansi skrautlegu umhverfi í dag
Það er ljóst að Anthony Taylor, mjög reynslumikil dómari úr ensku úrvalsdeildinni, mun dæma leikinn.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma á fimmtudag.