fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Sport

Úlfúð í handboltaheiminum: Björgvin Páll sendi Kristjáni skilaboðin sem sá síðarnefndi segir hafa verið niðrandi – Hélt að skilaboðin væru þeirra á milli

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 10:28

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björg­vin Páll Gústavs­son, at­vinnu- og lands­liðs­mark­vörður í hand­bolta hefur svarað sögu­sögnum morgunsins og segist vera sá leik­maður Vals sem sendi Kristjáni Erni Kristjáns­syni, liðs­fé­laga sínum í hand­bolta skila­boð fyrir leik Vals og PAUC í Evrópu­deildinni í hand­bolta fyrr í vetur, skila­boð sem Kristján segir að hafi verið niðrandi.

Kristján, sem opnaði sig um kulnun fyrr á árinu, tjáði sig um umrædd skilaboð í viðtali sem birtist á Vísi í morgun en Kristján spilaði nokkuð óvænt með PAUC gegn Val hér heima, skömmu eftir að hann greindi frá kulnuninni.

Kristján lýsir skilaboðunum, sem nú hefur komið í ljós að Björgvin Páll sendi, á þann veg að verið var að  sparka í liggjandi mann.

„Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér,“ segir Kristján í sam­tali við Vísi. „Hvað ég væri að segja í fjöl­miðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitt­hvað og með ein­hver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bak­við tjöldin.

Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skila­boð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niður­staðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi um­mæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sann­leikurinn er.“

Hélt að skilaboðin væru „okkar á milli“

Nú hefur Björgvin Páll stigið fram og birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist vera maðurinn sem sendi Kristjáni skilaboð. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

„Ég er þannig gerður ég vil frekar tala við fólk en um fólk,“ skrifar Björgvin í færslu sinni. „Það er ein­mitt þannig sem að skila­boðin mín á Kristján byrjuðu en ég sendi skila­boðin ekki sem Val­sari heldur sem liðs­fé­lagi hans úr lands­liðinu. Án þess að fara of ítara­lega ofan í þessu skila­boð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var til­gangur þeirra að fá hann til þess að endur­hugsa endur­komuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið.“

Björgvin segist hafa komið illa út úr viðtali, þar sem hann tjáði sig um kulnun Kristjáns, degi áður en hann sendi honum síðan umrædd skiaboð.

„Í þessu langa og erfiða ferli sem kulnun er og eins sendi ég honum skila­boð þar sem ég sagði honum að ég væri alltaf til staðar fyrir hann og að hand­boltinn væri auka­at­riði. Þegar ég fæ síðan þær fréttir að hann ætli að spila leik gegn okkur fannst mér knúinn til þess að láta í mér heyra þar sem minn grunar var að liðið (þjálfari og stjórn) væri að pressa á hann að spila og var hræddur um að enginn í kringum hann væri hugsa um hans hag.“

Björgvin vildi að Kristján myndi leita í fólkið í kringum sig.

„Ég reyndi að út­skýra það fyrir honum að það að spila þennan leik væri slæm hug­mynd. Hann segir það sjálfur að það hafi verið mis­tök og finnst alveg ó­trú­lega sorg­legt að enginn í kringum Kristján hafi áttað sig á stöðunni og gripið inní. Eftir leikinn gekk ég á for­seta fé­lagsins (PAUC) þar sem ég lét ó­á­nægju mína í ljós að fé­lagið skuli ekki vernda hann betur og séu að láta hann spila.

Yfirlýsingu Björgvins í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af