fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Kallar upplegg Arnars á fimmtudag stórslys – „Hefði ekki geta ímyndað mér hversu hrottalegt þetta yrði“

433
Laugardaginn 25. mars 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur alveg verið betra stuð í Íþróttaviku stúdíóinu en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs. Ástæðan fyrir stuðleysinu var tap Íslands gegn Bosníu en Hörður var bjartsýnn fyrir leik en Tómas var búinn að vara við bjartsýninni, meðal annars í útvarpsþættinum fótbolta.net sem er alla laugardaga í hádeginu.

„Þetta var eins vond byrjun og hægt var að hugsa sér,“ sagði Hörður og bætti við að úrslitin væri eitt en frammistaðan annað.

„Maður stóð í einhverri von að síðasta ár hefði fært okkur aðeins framar en þetta kýldi okkur niður á jörðina. Raunveruleikinn er sá að við erum ekki með nógu gott lið og mögulega ekki með nógu góðan þjálfara því frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu var þetta vont. Þetta var eiginlega gott þegar Bosnía slakaði á. Þá var þetta í lagi en þegar þeir voru á fullu gasi áttum við varla séns,“ sagði hann.

Tómas sagði að frá a-ö hefði þetta verið ekki gott. „Í síðustu viku vorum við að ræða landsliðið í útvarpsþættinum og það var bjartsýni í stúdíóinu. En ég spurði þá og hef spurt fleiri: Yfir hverju? Hvað er það sem gefur þessi góðu fyrirheit? Eru það allir engir sigrarnir? Auðvitað vonaðist ég eftir að allt myndi smella og við myndum vinna 2-0 og partýið myndi byrja og við myndum fara að bóka okkur ferð til Þýskalands. En þó ég hafi verið svartsýnn í aðdragandanum þá hefði ég ekki geta ímyndað mér hversu hrottalegt þetta yrði.“

Benedikt Bóas benti á að Jóhannes Karl, aðstoðarlandsliðsþjálfari hefði mætt til Harðar í 433 þáttinn á mánudag þar sem farið var yfir hvað átti að gera og þjálfararnir væru búnir að lesa í öll gögn og notuðust við þau. En þegar í leikinn var komið var ekki að sjá að gögnin væru að hjálpa mikið, hvaða nafni sem þau kölluðust. Hvort sem tölfræðin hét PPDA, XG, KKÍ, ASÍ eða CIA.

„Það virðast ekki skila sér til leikmanna og ef það er að skila sér þá er leikplanið hrottalega slappt. Það er búið að benda á síðan að Arnar tók við landsliðinu að við getum ekki spilað með einn djúpan miðjumann á útivelli. Það kristallaðist gegn Bosníu. Íslenska varnarlínan er skelfileg. Þegar Sverrir Ingi er ekki og ekki Aron þá er liðið leiðtogalaust. Það tekur enginn ábyrgð. Mér fannst góður punktur sem Rúrik og Kári sögðu á Viaplay. Það er enginn að skamma hvern annan. Enginn að öskra og öllum sé sama. Takið ábyrgð,“ sagði Hörður.

Tómas benti á að það væri ekkert mál að halda á tölfræðinni en það væri erfitt að halda í fótboltakalla andstæðinganna. „Það er erfiðara. Þriðja markið sem var hörmung. Allir horfa bara og tölfræðin skiptir engu máli þegar það er ekki haldið í mennina og ýtir þeim út úr stöðum og lætur bara labba yfir þig. Þá skiptir engu hvað viðkomandi er með í PPDA.“

Þá var hann ekki hrifinn af taktíkinni. „Þetta var taktískt stórslys. Vörn og miðja. Það var eitt stórt haf á milli þeirra. Þegar boltinn fór þangað fóru leikmenn hingað. Ekkert nema fyrirgjafir og aumur varnarleikur. Rúnar á að verja þriðja markið þannig öllum tókst að vera meðsekir í þessum leik. Ég veit ekki hvert við förum eftir þetta.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“