fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Sport

Ræddu upprisuna í Hafnarfirði – „Það var bara galið“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. desember 2023 18:30

Hrafnkell Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Rætt var um úrslitakeppnina í Olís-deild karla í vor en ÍBV stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Vann liðið Hauka í úrslitaeinvíginu en Haukar höfðu hafnað í áttunda sæti deildarinnar.

„Það var bara galið. Vissulega voru Haukar án margra lykilmanna í byrjun tímabils en svo náðu þeir öllum saman og hlóðu í mjög góða úrslitakeppni. Þeir voru ekki mjög langt frá því að vinna þetta bara,“ sagði Hrafnkell.

„Þetta var verðskuldað. Eyjamenn voru á þessum tíma með langbesta leikmanninn í deildinni, Rúnar Kárason. Hann fór því miður af fjölskylduástæðum en hann tekur þessa úrslitakeppni og græjar hana,“ sagði Hörður áður en Hrafnkell tók til máls á ný.

„Hefði Valur verið með alla heila út tímabilið hefðu þeir hakkað þetta.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
Hide picture