Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Rætt var um handboltalandsliðið sem fór á Heimsmeistaramótið í janúar á þessu ári en er að fara inn á Evrópumótið nú í upphafi árs.
„Við gerðum í deigið miðað við væntingar,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um HM en Guðmundur Þ Guðmundsson var látinn fara eftir mótið.
Kristján Óli segir að kröfurnar þá hafi verið miklar. „Ég var í Kórnum þegar leikurinn við Svía var, það var þorrablót Kópavogs. Það voru 2 þúsunds manns í sætum og allir að horfa, menn ætla sér mikið en þú verður að vera með innistæðu. Vonandi núna í janúar komumst við í gang með Snorra Stein, hann spilar nútíma handbolta sem ég fýla.“
Hrafnkell Freyr setur kröfur á liðið í janúar. „Við erum með leikmenn í besta liði í heimi, Bjarki Már í góðu liði og Viktor Gísli einn efnilegasti markvörður í heimi. Ég set kröfu á 5-6 sæti í janúar.“
Til að ná í sæti á Ólympíuleika þarf íslenska liðið að spila vel í Þýskalandi og Kristján segir. „Ef við erum ekki áttunda besta landslið í heimi, þá er hægt að taka teikningarnar af þessari Þjóðarhöll og reykja þær.“
Umræðan um þetta hér að neðan.