fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Sport

Kristján með skýr skilaboð til Strákanna okkar – „Þá er hægt að taka teikningarnar af þessari Þjóðarhöll og reykja þær“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. desember 2023 09:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Rætt var um handboltalandsliðið sem fór á Heimsmeistaramótið í janúar á þessu ári en er að fara inn á Evrópumótið nú í upphafi árs.

„Við gerðum í deigið miðað við væntingar,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um HM en Guðmundur Þ Guðmundsson var látinn fara eftir mótið.

Kristján Óli segir að kröfurnar þá hafi verið miklar. „Ég var í Kórnum þegar leikurinn við Svía var, það var þorrablót Kópavogs. Það voru 2 þúsunds manns í sætum og allir að horfa, menn ætla sér mikið en þú verður að vera með innistæðu. Vonandi núna í janúar komumst við í gang með Snorra Stein, hann spilar nútíma handbolta sem ég fýla.“

Hrafnkell Freyr setur kröfur á liðið í janúar. „Við erum með leikmenn í besta liði í heimi, Bjarki Már í góðu liði og Viktor Gísli einn efnilegasti markvörður í heimi. Ég set kröfu á 5-6 sæti í janúar.“

Til að ná í sæti á Ólympíuleika þarf íslenska liðið að spila vel í Þýskalandi og Kristján segir. „Ef við erum ekki áttunda besta landslið í heimi, þá er hægt að taka teikningarnar af þessari Þjóðarhöll og reykja þær.“

Umræðan um þetta hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku
Hide picture