Wilfried Zaha leikmaður Crystal Palace er byrjaður að íhuga það alvarlega að skella sér til Sádí Arabíu í sumar.
Zaha sem verður 31 árs gamall á þessu ári hefur lengi verið orðaður við önnur félög en ekki farið.
Zaha verður samningslaus í sumar og sagt er frá því í dag að Al-Nassr í Sádí Arabíu vilji fá hann.
Al-Nassr er félagiðs em fékk Cristiano Ronaldo á dögunum og gæti Zaha sameinast honum í sóknarlínunni.
Tilboð frá Sádí Arabíu væri fjárhagslega gott fyrir Zaha sem gæti fengið þriggja til fjögurra ára samning þar í landi.