Einn leikur fór fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og í honum bar Real Madrid sigurorðið gegn Elche. Lokatölur á Santiago Bernabeu 4-0 sigur Real Madrid.
Sigur Real Madrid í kvöld var aldrei í hættu. Strax á 8. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Marco Asensio eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 31. mínútu þegar að Frakkinn Karim Benzema tvöfaldaði forystu Real Madrid með marki af vítapunktinum.
Rúmum stundarfjórðungi síðar bætti Benzema síðan við þriðja marki Madrídinga og það aftur af vítapunktinum. Sannkölluð vítaspyrnu veisla á Spáni í kvöld.
Það var í síðari hálfleik leiksins sem Króatinn Luka Modric rak smiðshöggið á frábæran sigur Real Madrid með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Camavinga.
Sigurinn nælir í fleiri stig í pokann fyrir Real Madrid þó svo að liðið hreyfist ekkert í töflunni. Sem stendur er Real Madrid í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, átta stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona sem sitja í toppsætinu.