fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fagmennskan skein í gegn hjá Real Madrid í kvöld

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og í honum bar Real Madrid sigurorðið gegn Elche. Lokatölur á Santiago Bernabeu 4-0 sigur Real Madrid.

Sigur Real Madrid í kvöld var aldrei í hættu. Strax á 8. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Marco Asensio eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 31. mínútu þegar að Frakkinn Karim Benzema tvöfaldaði forystu Real Madrid með marki af vítapunktinum.

Rúmum stundarfjórðungi síðar bætti Benzema síðan við þriðja marki Madrídinga og það aftur af vítapunktinum. Sannkölluð vítaspyrnu veisla á Spáni í kvöld.

Það var í síðari hálfleik leiksins sem Króatinn Luka Modric rak smiðshöggið á frábæran sigur Real Madrid með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Camavinga.

Sigurinn nælir í fleiri stig í pokann fyrir Real Madrid þó svo að liðið hreyfist ekkert í töflunni. Sem stendur er Real Madrid í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, átta stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona sem sitja í toppsætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga