„Það er komið að því fyrir mig að fara heim til Frakklands og kveðja mitt annað heimili í Tyrklandi,“ segir Gordon Sophie unnusta Birkis Bjarnassonar leikmanns Adana Demirspor.
Sophie var ein heima hjá sér þegar hræðilegar jarðskjálftar riðu yfir Tyrkland en Birkir var staddur á ferðalagi með liði sínu.
Sophie og Birkir hafa verið saman síðustu ár og búsett í Tyrklandi, hún treystir sér hins vegar ekki lengur til að búa í Adana.
„Það á enginn að upplifa það sem ég ein gekk í gegnum á mánudag, þetta er hræðilegasta augnablik sem ég hef upplifað. Ég er andlega og líkamlega fín,“ segir Sophie.
Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS. Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Mikið mannfall er á svæðinu.
„Ég er með brotið hjarta að yfirgefa Adana,“ segir hún einnig.
„Ég veit ekki hvenær ég sé Birki aftur, ég veit ekki hvort hann fari aftur til Adana. Ég vil ekki að hann geri það. Við vitum ekki hvort fótboltinn haldi áfram en ég vil fá hann með mér.“