fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir

433
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningurinn vinsæli The Upshot segir gjarnan furðulegar sögur úr heimi íþrótta sem hafa átt sér stað í gegnum tíðina.

Það er engin breyting þar á með nýjustu söguna á reikningnum. Er hún af Manchester United-goðsögninni Eric Cantona.

Wilson nokkur tjáði sig við The Upshot og heldur því fram að hann og félagar hans hafi átt í stóreinkennilegum samskiptum við Cantona.

Þess ber að geta að atvikið á að hafa átt sér stað skömmu áður en leikmaðurinn hlaut átta mánaða bann frá fótbolta fyrir að sparka í áhorfanda í miðjum leik árið 1995.

„Vaktstjórinn minn var að fagna afmæli sínu á fínu veitingahúsi í Manchester. Við kláruðum matinn okkar og þá kom stór afmælisterta á borðið, við fengum okkur allir bita,“ segir Wilson.

„Þá kom Eric Cantona inn með konu með sér og lífvörð. Þau settust svona fimm metrum frá okkur á lítið borð. Eftir að þau settust niður tók félagi minn, Ches, upp bita af kökunni, hnoðaði hana í bolta og kastaði í Cantona. Hann hitti hann í öxlina.

Cantona stóð strax upp og benti á okkur. Það voru þrír drengir hlæjandi en einn (ég) skíthræddur. Hann kom að borðinu okkar með kökuboltann í hönd. Hann tróð höfði bróður míns ofan í kökuna hans, tók hann aftur upp og tróð kökuboltanum í andlitið á honum.“

Síðan segir Wilson að Cantona hafi einfaldlega gengið aftur að borði sínu og fengið sér sæti.

„Ég sá til þess að við fórum skömmu síðar. Nokkrum dögum, eftir að kung fu-atvikið (sem Cantona fór í bann fyrir) hafði átt sér stað hringdi bróðir minn í mig og sagði: „Ég held að ég hafi sloppið vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur