Magnað mark Jóhanns Berg Guðmundssonar var valið það besta í Championship deildinni í desember. Jóhann skoraði þá beint úr aukaspyrnu þegar Burnley vann sigur á QPR.
Jóhann fékk verðlaunagrip í gær en Burnley tekur á móti WBA í Championship deildinni í kvöld.
Kantmaðurinn hefur átt gott tímabil með Burnley sem situr á toppi deildarinnar og með 16 stiga forskot á þriðja sætið. Það stefnir allt í að félagið komist beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Markið sem Jóhann skoraði er hér að neðan.