fbpx
Fimmtudagur 23.júní 2022
433Sport

Starfar loks með Eiði Smára næstum tveimur árum eftir að hann fékk hann fyrst – „Hlakka gríðarlega til“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, kveðst mjög spenntur fyrir því að vinna með Eiði Smára Guðjohnsen, nýjum aðalþjálfara liðsins. Matthías ræddi við 433.is í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Það vita allir hvað Eiður hefur gert á sínum ferli og við lítum allir mjög upp til hans,“ sagði Matthías.

Eiður var við stjórnvölinn hjá FH þegar Matthías samþykkti að ganga aftur í raðir félagsins árið 2020. Framherjinn var hins vegar áfram hjá Valarenga, félagsliði sínu þá, út árið og þegar hann mætti í FH var Eiður horfinn á braut, tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Matthías ræddi Eið Smára einnig í viðtali við 433.is í fyrra. „Eiður Smári er að mínu mati besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, frábær karakter og það hefði verið gaman að geta hlustað á reynslusögur hans,“ sagði hann þá.

Eiður Smári.

Nú fær hann hins vegar loks tækifæri til að vinna með honum. „Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir Eiði, leit upp til hans þegar ég var yngri. Ég hlakka til að læra af honum og heyra hvað hann hefur fram að færa.“

Matthías benti á hversu stórum nöfnum Eiður hefur unnið með á ferlinum. „Hann hefur spilað fyrir ótrúlega marga góða þjálfara. Ég var að fara í gegnum þetta um daginn. Við erum að tala um Jose Mourinho, Pep Guardiola, Claudio Ranieri, Harry Redknapp, Ole Gunnar Solskjær og ég er pottþétt að gleyma fullt af mönnum. Hann er með gífurlega reynslu og ég, eins og aðrir í liðinu, hlakka gríðarlega til að læra af honum.“

Sigurvin Ólafsson verður aðstoðarmaður Eiðs hjá FH. „Venni er toppnáungi. Ég spilaði með honum sjálfur 2006 og 2007,“ sagði Matthías.

Ólafur Jóhannesson var látinn fara frá FH á dögunum eftir slæmt gengi á leiktíðinni. Hann var við stjórnvölinn þegar Matthías steig sín fyrstu skref með FH ungur að árum. „Óli er frábær karakter og yndislegur maður. Hann kom og hjálpaði okkur mjög mikið á miðju tímabili í fyrra. Ég hef ekkert slæmt um hann að segja, frábær maður. En hlutirnir voru ekki að ganga upp. Ég mun pottþétt rekast á Óla bráðlega.“

Ólafur Jóhannesson.
©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

FH er í níunda sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki. „Við þurfum náttúrulega að horfast í augu við það að við erum ekki að fara að keppa á toppnum í deildinni og þurfum sem lið að fara að bæta frammistöðu okkar. Mér fannst vera batamerki á okkur á móti Skaganum (í síðasta leik), reyndar í skítaveðri. Við þurfum að ná gæðunum sem við teljum okkur búa yfir sem lið. Svo erum við í bikarkeppninni ennþá. Við þurfum að breyta þessum jafnteflisleikjum í sigra og þá er þetta fljótt að koma,“ sagði Matthías að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

De Jong áfram efstur á óskalistanum og nýtt tilboð er á leið á borð Börsunga

De Jong áfram efstur á óskalistanum og nýtt tilboð er á leið á borð Börsunga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KV kynnir arftaka Sigurvins til leiks

KV kynnir arftaka Sigurvins til leiks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reiður Zlatan og vonar að hann fari nú að þroskast

Reiður Zlatan og vonar að hann fari nú að þroskast
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Newcastle hefur áhuga á Neymar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Newcastle hefur áhuga á Neymar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

2. deild: Njarðvík valtaði yfir Ægi – Haukar unnu ÍR

2. deild: Njarðvík valtaði yfir Ægi – Haukar unnu ÍR
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö íslensk mörk í norska bikarnum – Alfons lagði upp

Tvö íslensk mörk í norska bikarnum – Alfons lagði upp
433Sport
Í gær

Heimir svarar fölskum orðrómum – „Fréttum hent fram sem eiga ekki við rök að styðjast“

Heimir svarar fölskum orðrómum – „Fréttum hent fram sem eiga ekki við rök að styðjast“
433Sport
Í gær

Harðneitar því að hafa rætt við Zidane

Harðneitar því að hafa rætt við Zidane