fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Segir leikmönnum um að kenna vegna slæms gengis og sakar Aubameyang um leti

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 20:35

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða var um stöðu Arsenal í útsendingu SkySports fyrir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, var einn af sérfræðingum í setti.

Gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er ekki gott. Liðið situr í 10. sæti þegar 30 umferðir hafa verið leiknar en Carragher var með skýr skilaboð til forráðamanna Arsenal.

„Það er verið er að deila um hvort þetta sé leikmönnum eða Arteta að kenna, þetta er leikmönnunum að kenna. Haldið ykkur við Arteta og fáið inn þessa ungu leikmenn þegar að þeir eru orðnir heilir,“ sagði Carragher.

Pierre Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins, hefur verið að spila langt undir getustigi og Carragher hefur áhyggjur af því að sagan sé að endurtaka sig hjá félaginu.

„Hann er þannig leikmaður að ef hann er ekki að skora þá hefur hann ekkert fram að færa í liðinu.“

„Ég tel að þetta gæti orðið mikið vandamál og aðilar innan Arsenal og Arteta munu hafa áhyggjur af því að þeir séu komnir með svipað tilfelli og þegar að Mesut Özil var hjá félaginu,“ sagði Carragher.

Carragher vísar þar í atburðarrásina þegar Özil fékk nýjan stóran samning hjá Arsenal og var hvergi sjáanlegur eftir það en Aubameyang fékk nýjan samning hjá Arsenal fyrir núverandi tímabil.

„Aubameyang er stórstjarna í knattspyrnuheiminum en frammistöður hans á tímabilinu hafa gefið til kynna að hann hafi verið latur,“ sagði Jamie Carragher, sérfræðingur á SkySports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“