fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Arsenal með útisigur – Lundúnarliðin gerðu jafntefli

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 14:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fulham mætti Crystal Palace á Selhurst Park, heimavelli Palace-manna. Fulham voru mun sterkari en náðu ekki að koma boltanum í netið og leiknum lauk með steindauðu 0-0 jafntefli. Fulham er nú þremur stigum frá öruggu sæti en Crystal Palace sitja í þrettánda sæti deildarinnar.

Arsenal mættu í heimsókn á King Power Stadium til Leicester. Leicester skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Youri Tielemans kom boltanum framhjá Bernd Leno í marki Arsenal. Það var síðan David Luiz sem jafnaði metin fyrir Arsenal þegar hann skallaði aukaspyrnu brasilíumannsins Willian í netið. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk Wilfred Ndidi síðan skot Nicolas Pepe í hendina innan teigs og vítaspyrna dæmd. Franski framherjinn Alexander Lacazette skoraði úr vítaspyrnunni og kom Arsenal yfir. Þeir leiddu því 2-1 í hálfleik. Á 53. skoraði svo Nicolas Pepe þriðja mark Arsenal og gulltryggði með því sigur þeirra. Ekki voru mörkin fleiri og 3-1 sigur Arsenal staðreynd.

Með sigrinum lyftu Arsenal sér upp í níunda sæti deildarinnar en Leicester tapaði mikilvægum stigum í meistaradeildarsætisbaráttu sinni en munu halda þriðja sætinu að minnsta kosti út þessa umferð.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hlutabréfin rjúka upp
433Sport
Í gær

Harðorð yfirlýsing úr Laugardalnum – Styðja að hörðum refsingum verði beitt

Harðorð yfirlýsing úr Laugardalnum – Styðja að hörðum refsingum verði beitt
433Sport
Í gær

Hefur fengið 13,6 milljarða fyrir það eitt að missa vinnuna

Hefur fengið 13,6 milljarða fyrir það eitt að missa vinnuna
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho
433Sport
Í gær

Þakkar Mourinho fyrir samstarfið – „Gylfi kláraði Móra“

Þakkar Mourinho fyrir samstarfið – „Gylfi kláraði Móra“