fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Enn brýtur Fallon Sherrock blað – Komin í átta manna úrslit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 05:46

Fallon Sherrock. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný hefur Fallon Sherrock brotið blað í pílukastheiminum. Í gærkvöldi tryggði hún sér sæti í átta manna úrslitum Grand Slam of Darts sem fer fram í Wolverhampton á Englandi. Hún mætti Mensur Suljoviv í sextán manna úrslitum keppninnar í gærkvöldi og sigraði glæsilega. Hún er fyrsta konan til að ná svona langt í keppninni og öllum þeim keppnum á vegum PDC sem hefur verið sjónvarpað.

Árangur Sherrock hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum og hún virðist sífellt vera að bæta sig og velgir körlunum svo sannarlega undir uggum. Hún lenti 2-0 undir í viðureigninni við Suljovic í gærkvöldi en þá hrökk hún í gang og fljótlega var staðan orðin 3-2 henni í vil. Þá var tekið smá hlé og eftir það hélt Sherrock uppteknum hætti og var mun betri en Suljovic. Leikurinn endaði 10-5 og mætir Sherrock Skotanum Peter Wright, fyrrum heimsmeistara,  í átta manna úrslitum á laugardaginn.

Þetta er í annað sinn sem Sherrock slær Suljovic, sem hefur verið meðal bestu pílukastara heimsins árum saman, út á stórmóti. Síðast gerðist það í þriðju umferð heimsmeistaramótsins 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær