Laugardagur 27.febrúar 2021
433Sport

Enski bikarinn: Manchester United hafði betur gegn Liverpool í markaleik

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 18:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann í kvöld sterkan 3-2 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum. Leikið var á Old Trafford í Manchester.

Mohamed Salah, kom Liverpool yfir með marki eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino á 18. mínútu.

Þannig stóðu leikar þangað til á 26. mínútu. Marcus Rashford átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Liverpool sem rataði á Mason Greenwood sem jafnaði metin fyrir Manchester United.

Leikar í hálfleik stóðu 1-1.

Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Greenwood.

Tíu mínútum síðar skoraði Mohamed Salah annað mark sitt og Liverpool og jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Firmino.

Sigurmark leiksins kom hins vegar á 78. mínútu. Það skoraði varamaðurinn Bruno Fernandes sem tryggði Manchester United 3-2 sigur á nágrönnum sínum og farmiða í 5. umferð enska bikarsins með marki beint úr aukaspyrnu.

Manchester United fær heimaleik í næstu umferð þar sem liðið tekur á móti West Ham United.

Manchester United 3 – 2 Liverpool 
0-1 Mohamed Salah (’18)
1-1 Mason Greenwood (’26)
2-1 Marcus Rashford (’48)
2-2 Mohamed Salah (’58)
3-2 Bruno Fernandes (’78)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ensk blöð lugu engu – Gylfi Þór um atvikið: „Menn vöknuðu þreyttir og pirraðir“

Ensk blöð lugu engu – Gylfi Þór um atvikið: „Menn vöknuðu þreyttir og pirraðir“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans
433Sport
Í gær

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið
433Sport
Í gær

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma