fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Sport

„Við erum fleiri en karlarnir“

Fókus
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stálkona Íslands, Veiga Dís Hansdóttir segir mikla áskorun fólgna í því að keppa um titilinn Sterkasta kona Íslands, en sú keppni verður haldin um helgina.

Veiga Dís ræðir við Lindu Blöndal í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld, um hvað heldur henni gangandi og hvað þarf til þess að hljóta titla eins og þessa.

Mótið um Sterkustu konu Íslands fer frá á laugardaginn 15. ágúst á Akureyri.

Veiga Dís, sem er húsasmiður og smíðakennari í grunnskóla Varmárskóla segist allt hafa byrjað æfingar með bræðrum sínum.

Hún segir mjög misjafnt í hverju er keppt á hvaða mótum og fer yfir keppnisgreinarnar í Stálkonunni.

„Það er rosaleg misjafnt eftir mótum hvaða greinar eru á mótinu. Í Stálkonunni þá tókum við Bóndagöngu þar sem haldið er á stórum járnklumpum og gengið eins hratt og hægt er. Einnig sirkúslóð, sem eru stór lóð, stærra en mannshöfuð, sem maður heldur bara uppi með annarri hendi og tekur upp og niður frá jörðinni, eins oft og maður getur á mínútu. Og svo er það réttstöðulyfta sem ég held að allir kannist við, svo hlupum við með þungar hellur og síðasta greinin var Atlassteinar. Það eru svona stórir gúmmísteinar sem maður lyftir upp á pall. Léttasti atlasteinninn var um 60 kg og annar um 90 kg og 110 kg,“

Um helgina mun Veiga keppa um titilinn Sterkasta kona Íslands. Níu konur eru skráðar, sem Veiga segir að sé mikið.

„Sem er rosalega mikið. Ég var einmitt að vinna á Sterkasta manni Íslands síðustu helgi og það voru ekki nema sjö keppendur, þannig að við erum fleiri en karlarnir“

Um áhugann á aflraunakeppnum í dag segir Veiga Dís: „Ég myndi klárlega segja að hann væri vaxandi“

Þáttinn má sjá á Hringbraut klukkan 21 í kvöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður United um að leyfa sér að fara

Grátbiður United um að leyfa sér að fara
433Sport
Í gær

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

United reynir að selja sex til að eiga aur fyrir Sancho

United reynir að selja sex til að eiga aur fyrir Sancho
433Sport
Í gær

Fimm skiptingar hjá landsliðum og í Meistaradeildinni

Fimm skiptingar hjá landsliðum og í Meistaradeildinni