fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 17:17

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, sagði frá ótrúlegri sögu í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag og ræðir undarlega tíma í Aserbaídsjan.

Hannes lék með Qarabag þar í landi árið 2018 áður en hann yfirgaf félagið og kom heim og samdi við Val í úrvalsdeildinnni.

Hannes lenti því miður í því að keyra á drukkinn mann í Aserbaídsjan er hann var á leið heim frá æfingu.

Maður að nafni Nurlan sá um öll mál Hannesar í landinu og tók það á sig að passa að maðurinn myndi ekki fara með málið fyrir dómstóla.

,,Ég lenti í smá dramatísku máli þarna sem fór kannski ekki mikið fyrir. Ég keyrði á gangandi vegfaranda þarna úti og það dró dilk á eftir sér í tvo mánuði. Þar hélt hann [Nurlan] mér frá öllum vandræðum og sá um það mál,“ sagði Hannes.

,,Hann settlaði það eins vel og hægt var. Ég get ekki alveg farið út í smáatriði en það er efni í þriggja tíma podcast að fara djúpt í þetta mál eða í bíómynd. Ég er búinn að skrifa uppkast af bíómynd út frá þessu þar sem Nurlan er auðvitað aðal karakterinn.“

,,Þetta var mjög dramatískt mál sem tók á mig. Ég var hangandi heima í einhvern tíma og þetta var alvarlegur árekstur. Það er í lagi með manninn í dag og allt í góðu. Nurlan átti sinn þátt í því.“

Hannes viðurkennir að áreksturinn hafi verið mikið áfall en hann sá manninn aldrei koma á götunni.

,,Ég var að keyra heim af æfingu og það var niðamyrkur. Það kemur maður sem er drukkinn og stígur út á götuna á milli tveggja bíla og ég hafði ekki tíma til að byrja að bremsa áður en hann skellur á bílnum mínum. Þetta var hörku árekstur og áfall.“

,,Svo tók við bara atburðarrás sem ég hafði enga stjórn á. Ég er í öðru landi sem er með aðrar reglur og allt annan kúltúr. Án þess að fara djúpt í það þá virka hlutirnir ekki alveg eins og hjá okkur. Þetta voru óþægilegir tveir mánuðir sem tóku við.“

Það var undir Nurlan komið að halda þessum manni ánægðum næstu tvo mánuðina og borgaði Hannes allt sem borga þurfti.

Það endaði svo með því að dóttir mannsins varð ástfangin af Nurlan sem leið eins. Hann gat þó ekki byrjað með henni því hún hafði átt annan kærasta.

,,Ég þurfti að borga allt sem þurfti að borga. Nurlan sá um þetta allt. Ég þurfti að halda honum uppi í tvo mánuði og borga alla reikninga og halda honum ánægðum því hann hefði getað farið og klagað mig til dómstóla. Nurlan var í því 24/7 að dreka við hann. Dóttir hans varð ástfangin af honum. Nurlan bráðvantar eiginkonu. Þetta var algjört match made in heaven. Hann var svo ástfanginn af henni en getur ekki byrjað með henni því hún hafði átt kærasta áður. Það flækir málin sko! Það er hrikalegt að þau hafi ekki gifst því myndin á að enda með brúðkaupi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“