fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Urðar yfir stjörnuna sem leigði sér tvær vændiskonur: „Þetta er viðbjóðslegt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll spjót beinast að Kyle Walker, varnarmanni enska landsliðsins efitr að hann keypti þjónustu vændiskvenna á meðan útgöngubann ríkir á Englandi.

Útgöngubann er í Bretlandi og því er það í raun ólöglegt að bjóða fólki heim til sín, reglurnar eru skýrar. Louise McNamara sem er 21 árs og stelpa frá Brasilíu sem er 24 ára mættu heimt til Walker á þriðjudagskvöld. Eftir að Walker hafði óskað eftir þjónustu þeirra var þeim keyrt heim til Walker, sem býr í úthverfi Manchester.

Hann borgaði stelpunum 2200 pund áður en haldið var inn í svefnherbergi, þær dvöldu á heimili Walker í þrjá og hálfa klukkustund. Tæpar 400 þúsund krónur sem Walker lét stelpurnar fá.

,,Kyle hefði átt að vita betur, hann bauð ókunnugum stelpum heim til sín og vildi kynlíf. Sama dag hafði hann ráðlagt fólki að halda sig heim,“ sagði Louise McNamara.

Piers Morgan, einn frægasti sjónvarpsmaður Bretland er afar ósáttur. Fyrir rúmri viku var þeð Jack Grealish, leikmaður Aston Villa sem var í gleðskap alla nóttina og keyrði á tvo kyrrstæða bíla.

,,Kyle Walker, sem er moldríkur leikmaður Manchester City er sá nýjasti sem sendir okkur skilaboð um að vera heima. Degi síðar, leigir hann tvær vændiskonur fyrir sig og vinn sinn,“ sagði Piers Morgan á ITV í morgun.

,,Verður það heimskulegra en það? Enn á ný er maður í forréttinda hópi, knattspyrnumaður að segja okkur hvernig við eigum að haga okkur en fer ekki eftir því sjálfur.“

,,Þetta er viðbjóðslegt, sjálfselska og heimska. Þegar leikmenn haga sér svona, þá eru þeir að setja svartan blett á alla leikmenn. Að þeir séu að taka upp myndbönd og segja okkur að vera heima og haga sér svo svona.“

,,Þeir eru að drepa íþróttina með svona hegðun, fólk gleymir þessu ekki. Fólk lætur ekki svona viðgangast. Þetta er viðbjóðslegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins