fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, telja sig geta tekið á móti 23.500 áhorfendum með tilliti til fjarlægðartakmarkana, um leið og bresk stjórnvöld gefi grænt ljós á að áhorfendur geti snúið aftur á knattspyrnuvelli.

Til stóð að hleypa áhorfendum aftur á leiki í Englandi í október. Hins vegar er önnur bylgja Covid-19 veirunnar í mikilli sveiflu víðs vegar um Evrópu og var því horfið frá þeim áformum,

Collette Roche, yfirmaður aðgerðarsviðs Manchester United, segir að félagið sé búið að hugsa fyrir öllu varðandi örygggi stuðningsmanna er þeir snúi aftur á völlinn.

„Við vorum vonsvikin með að það var horfið frá fyrirhuguðum áætlunum í október, vegna þess að við erum fullviss um að geta tryggt öryggi stuðningsmanna á Old Trafford,“ sagði Roche við SkySports.

Roche finnst illa vegið að knattspyrnuáhorfendum í samanburði við aðra hópa.

„Mér finnst það orka tvímælis að fólk geti safnast saman í flugvélum eða veitingahúsum og geti jafnvel farið í kvikmyndahús til að horfa á fótboltaleik. Við erum búin að hugsa fyrir öllu hér og vitum að við getum tekið á móti stuðningsmönnum á leikdegi með öruggum hætti.“ sagði Roche.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin