fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Prinsinn á Íslandi ók um á hvítum Range Rover: „Með andlit sem einungis móðir getur elskað“

433
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Prince Rajcomar, hollenskur framherji vakti mikla athygli á Íslandi þegar hann lék með KR og Breiðablik. Prince Linval Reuben Mathilda eins og hann heitir fullu nafni lék á Íslandi frá 2007 til 2009.

Prinsinn vakti athygli innan sem utan vallar, hann hafði gríðarlega hæfileika en virtist ekki alltaf nenna því að leggja sig fram. Hann ók um bæinn á hvítum Range Rover, hann lét breyta merkingunni á bílnum. Það stóð ekki bara Ranger Rover eins og venjulegum bílum heldur stóð Prince.

Margar góðar sögur eru til af Prinsinum, ein er af því þegar umboðsmaður hans kom til landsins. Framherjinn ætlaði þá að gefa honum „healthy chicken“ og fór með hann á KFC, ekki beint hollusta í augum flestra. Vekjaraklukkan hans var eitt sinn biluð, Prince átti að mæta á morgunæfingu hjá Blikum þá vikuna. Í stað þess að finna sér nýja klukku, þá mætti sóknarmaðurinn ósofinn á æfingu. Ekki líklegt til árangurs.

Launagreiðslur í evrum
Prince átti góða tíma í Kópavogi en árð 2008 hrundi bankakerfið, laun Prince voru í evrum og átti Breiðablik ekki möguleika á að borga laun hans áfram. Eftir tímabilið tókst að semja um starfslok og Prince samdi við KR. Þar fór að halla undan fæti, framherjinn náði ekki að finna sitt besta form.

Frá því að Prince yfirgaf Ísland hefur hann spilað fyrir níu félög, hann hefur stoppað stutt á hverjum stað. Eftir að hafa verið vonarstjarna í Hollandi og spilað fyrir yngri landslið Hollands, hefur Prince leikið 9 landsleiki fyrir Curaçao og skorað í þeim þrjú mörk.

Gillz var brjálaður:
Besti vinur Prince á Íslandi, var Egill Gillz Einarsson og hann var ósáttur við það þegar sungið var, „mellur og bjór þegar prinsinn fer“. Stuðningsmenn KR sungu lagið.

,,Fyrr í sumar þá hugsaði ég með mér, best að gefa þessum KR-ingum smá séns, þeir eru kannski ekkert svo slæmir. Þjálfarinn, stjórnin og leikmennirnir eru allir toppnáungar. En síðan fór ég á leik með KR og sá þessa hreinu sveina sem kalla sig stuðningsmenn. Ég er ekki frá því að það sé meira af hyski í Vesturbænum en í Æsufellinu eins og staðan er í dag,“ skrifaði hann á Gillz.is en þar stakk hann oft niður penna og grínaðist.

,,Hérna eru samankomnir nokkrir strákar sem eru með andlit sem einungis móðir getur elskað að syngja um hinn góða dreng Prince. Þetta eru alveg GRJÓTHARÐIR gæjar, syngja meðal annars „mellur og bjór þegar Prinsinn fer.“ Þessir gæjar fá náttúrulega ekki að stinga limnum á sér í neitt annað en mellur eins og þið sjáið á þessu vídjói. „

Sakaði Fréttablaðið um lygar:
Sumarið 2009 var erfitt hjá Prince, honum gekk illa að skora hjá KR. Fréttablaðið skrifaði grein um Prince þegar hann fór á Þjóðhátið en hann sakaði blaðið um lygar. Hann hafi mætt á réttum tíma á reynslu hjá MK Dons. Yfirlýsing sem hann birti má sjá hérna.

Hæ aðrir Íslendingar,

Mér finnst mjög gott þegar fólk segir bara sannleikann um mig. Það er ekkert að því, en ég hata þegar fólk er með kjaftæði. Eitthvað sem er ekki satt. Ég hef verið í burtu í viku og vinir mínir hafa verið að segja mér að það sé eitthvað kjaftæði í dagblöðunum um mig. Það væri í lagi ef það sem er skrifað um mig væri satt. Ég hef verið tekinn fyrir of hraðann akstur einu sinni í sumar og það var ekki á Range Rover. Ég á þann bíl ekki einu sinni lengur. Og svo er eitt annað. Var fólk svo fullt og örvæntingafullt að það ímyndaði sér að hafa séð Prince Rajcomar á sunnudag í Vestmannaeyjum. Sunnudagskvöldið var ég að taka því rólega á hótelherberginu mínu í London, horfði á Coming to America með Eddie Murphy í netsjónvarpi. Frábær mynd.

Svo ég veit ekki afhverju fólk segir þetta um mig. Ég drekk ekki, ég reyki ekki, ég kom bara til Vestmannaeyja til að hitta vini mína og skemmta mér. Ég kom til eyjanna 19:00 á laugardagskvöldi og átti mjög góðan mat hjá frænku Gillz. Það var mjög gott. Svo fórum við í dalinn og skemmtum okkur mjög vel. Svo fór ég heim á sunnudagsmorgninum klukkan 09.00. Ég var á eyjunni í 14 tíma. Fór heim, og fór í flugvél til London 16:00.

Svo ég vona að heimildirnar verði betri næst þegar þeir tala við fjölmiðla.

Ástarkveðja, Prince Rajcomar.

Sagði KR-inga blanka:
Prince kláraði ekki tímabilið með KR og yfirgaf félagið í lok ágúst. Umboðsmaður hans, sagði KR-inga ekki eiga fjármuni. „Ástæðan fyrir því að Prince yfirgaf KR er fjárhagsleg. Félagið er mjög illa statt fjárhagslega og launin hans voru að valda þeim miklum vandræðum, þó svo að þau hafi ekki verið nærri því eins há og laun hans hjá Breiðablik,“ sagði van Barneveld við Fótbolti.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði