fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Rúrik slær í gegn á Instagram: Það elska hann allir – „Stelpur, ég fann hann“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. júní 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Rúrik Gíslason sé að gera góða hluti innan vallar sem utan. Rúrik hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu að undanförnu svo eftir hefur verið tekið.

Ef marka má fylgjendur Rúriks á samfélagsmiðlinum Instagram er þessi öflugi knattspyrnumaður býsna vinsæll meðal kvenna. Áður en leikur Íslands og Argentínu hófst í gær var Rúrik með rúmlega 30 þúsund fylgjendur á Instagram.

Þegar þetta er skrifað, innan við sólarhring eftir að leik lauk, eru fylgjendur hans orðnir 254 þúsund!

Fylgjendafjöldi hans hefur því rúmlega sexfaldast eftir leikinn gegn Argentínu. Ef marka má athugasemdir við nýjustu myndir Rúriks má ætla að flestir þessara nýju fylgjenda séu frá löndum Suður-Ameríku. Og þemað í færslunum við myndirnar sem Rúrik birtir er að hann sé þó nokkuð myndarlegri en meðalmaðurinn.

Einn notandi „taggar“ nokkrar vinkonur sína í færslu og segir: „Stelpur, ég fann hann – það er ekki hægt að vera sætari“. Færslunni fylgir svo emoji-andlit þar sem tvö hjörtu eru í stað augna. Annar notandi segir svo við þessa sömu mynd: „Þetta árið heldur maður með Íslandi.“ Og eins og í fyrra skiptið er emoji-andlitið með hjörtun látið fylgja með. Þetta er aðeins brotabrot af þeim færslum sem finna má við myndir Rúriks.

Rúrik kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Argentínu í gær og stóð sig vel, eins og allt íslenska liðið. Þess má geta að aðrir leikmenn íslenska liðsins hafa bætt við sig fylgjendum á Instagram eftir leikinn í gær en enginn kemst þó með tærnar þar sem Rúrik Gíslason hefur hælana.

 

https://www.instagram.com/p/BirXraJgbt0/?taken-by=rurikgislason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum