fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Lítill meðbyr fyrir EM í Króatíu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltalandsliðið í karlaflokki er að hefja leik á Evrópumótinu í handbolta en leikið er í Króatíu. Leikir Íslands í riðlinum fara fram í Split og hefur liðið leik í dag, föstudag. Riðill Íslands er sterkur og ljóst er að á brattann verður að sækja.

Leikir Íslands:Föstudagur 12. janúar – 17.15 (Svíþjóð – Ísland)Sunnudagur 14. janúar – 19.30 (Ísland – Króatía)Þriðjudagur 16. janúar – 17.15 (Serbía – Ísland)

Möguleikar Íslands liggja gegn Svíþjóð og Serbíu en ljóst er að brekkan er brött þegar liðið mætir heimamönnum. Oft hefur verið bjartara yfir íslensku handboltaáhugafólki á leið inn í stórmót, liðið er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og ljóst er að þau munu taka tíma. Síðustu tveir æfingarleikir liðsins fyrir mótið fóru fram um síðustu helgi þegar liðið mætti Þýskalandi í tvígang. Liðið fékk rækilega á baukinn í þeim leikjum og er dökkt ský yfir liðinu.

Aron Pálmarsson, annar af tveimur leikmönnum liðsins sem eru í heimsklassa, glímir við meiðsli í baki. Hann hefur æft með liðinu síðustu daga en bakmeiðsli geta verið erfið að eiga við. Leiðtogi liðsins er svo Guðjón Valur Sigurðsson, sem er einn ótrúlegasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Guðjón varð um síðustu helgi markahæsti leikmaður sögunnar með landsliði. Guðjón lék fyrst með landsliðinu árið 1999 og hefur síðan verið lykilmaður í liðinu.

Það var Ívar Bene­dikts­son, blaðamaður Morg­un­blaðsins, sem tók saman upplýsingar um þetta magnaða afrek Guðjóns en upplýsingar um þetta höfðu ekki legið fyrir. Leikir Íslands fara fram næstu daga en ef úrslitin verða hagstæð fer liðið áfram í milliriðla þar sem allt getur gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti