fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Fyrrverandi leikmaður Atlanta Braves horfinn

Otis Nixon fór í golf á laugardagsmorgun og hefur ekki sést síðan

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Georgíu í Bandaríkjunum hefur lýst eftir Otis Nixon, fyrrverandi leikmanni hafnaboltaliðsins Atlanta Braves í bandarísku MLB-deildinni.

Nixon, sem er 58 ára gamall, fór af heimili sínu í grárri Range Rover-bifreið á laugardagsmorgun til að spila golf en hefur ekki sést síðan. Það var kærasta hans sem tilkynnti um hvarfið seinnipart sunnudags.

Ferill Nixons var þyrnum stráður og glímdi hann meðal annars við vímuefnafíkn. Árið 1991 missti hann af leikjum Atlanta Braves í úrslitum MLB eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Samkvæmt frétt CNN af málinu er enn sem komið er ekki grunur um saknæmt athæfi í tengslum við hvarfið að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“