fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Ragnar: „Það er allt hægt, þú sást það í dag“

Hlakkar til að mæta Frökkum og segir íslenska liðið ekki hafa sagt sitt síðasta

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska liðsins, var besti leikmaður vallarins í 2-1 sigri Íslands gegn Englandi. Ragnar sýndi eina flottustu frammistöðu leikmanns í mótinu hingað til og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í annars frábæru liði.

„Við erum bara með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur og við vorum óheppnir að vinna ekki stærra,“ sagði Ragnar í viðtali við Pétur Marteinsson eftir leik.

Ragnar sagði að það væri ekkert öðruvísi að mæta leikmönnum enska landsliðsins en einhverjum öðrum. Það myndi ekki þýða að hugsa þannig. „Nei, það þýðir ekkert í svona leikjum þó þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Mér er drullusama hverjir þeir eru.“

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að Ragnar hefði með spilamennsku sinni sett ný viðmið. Frammistaða hans gegn enska liðinu í kvöld hlyti að vekja athygli stærstu félagsliða heims.

Þegar Ragnar var spurður hvað hann myndi segja barnabörnum sínum í framtíðinni svaraði Ragnar af bragði að hann myndi segja þeim að hann hefði verið nálægt því að skora úr hjólhestaspyrnu gegn Englandi. Ragnari lýst vel á að mæta Frakklandi, gestgjöfum keppninnar, í 8-liða úrslitunum á sunnudag.

Hann hefur tröllatrú á að íslenska liðið geti unnið það franska.

„Það er bara flott að mæta þeim á heimavelli. Við höldum áfram. Það er allt hægt, þú sást það í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum