fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Rússneskur hárgreiðslumeistari skipti skærunum út fyrir öxi

Ekki fyrir lífshrædda – Hipsterar meitla skegg sitt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniil Istomin er hárgreiðslumeistari frá borginni Novosibirsk í suðurhluta Síberíu. Honum leiddist hinar hefðbundnu aðferðir sem kollegar hans hafa notað í gegnum aldirnar og ákvað þess í stað að nota öxi.

Í viðtali við Russian Times sagðist hann hafa viljað finna upp einhverja nýja og athyglisverða aðferð. „Fyrst prófaði ég með bundið fyrir augu, síðan með báðum höndum. Að lokum kom að öxinni.“ Hann sagðist ekki hafa þurft mikla aðlögun og notar bara grunnlögmál rúmfræðinnar. Öxina notar Istomin bæði til stórverka og fínni snyrtinga og í dag finnst honum verkfærið þægilegra heldur en skæri og greiður.

Myndband sem fylgdi fréttinni hefur vakið mikla athygli. Þar er sýnt þegar Istomin snyrtir hár konu sem virðist dauðhrædd um líf sitt. Hamfarirnar eru slíkar að hann hefur fengið viðurnefnið „hinn síberíski Sweeney Todd“. Sagan um Sweeney Todd er 19. aldar flökkusaga frá Lundúnum um rakara sem myrti viðskiptavini sína.

Hipsterar meitla skegg sitt með öxi

Istomin er ekki að finna upp hjólið (eða öxina) með aðferð sinni því að hipster-karlmenn á vesturlöndum láta í síauknum mæli snyrta hár sitt og skegg með öxi. Sú aðferð er þó töluvert ólík aðferð Istomin. Lamið er á litla handöxi eða sveðju með hamri til fínni snyrtinga, líkt og hárið sé meitlað til.

Í viðtali við Men´s Health segir einn hipster: „Axar-rakstur er mjög svipaður og hefðbundinn rakstur, en samt mun karlmannlegri.“

Axar-rakstur má rekja til fjórða og fimmta áratug síðustu aldar þegar axar-sölumenn sýndu skógarhöggsmönnum og öðrum áhugasömum vörur sínar. Til þess að sýna gæðin rökuðu þeir einhvern djarfan sjálfboðaliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar