fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Sjálfsvígstilraun endaði með ósköpum

Victor Sibson banaði unnustunni en ekki sjálfum sér

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Sibson, 21 árs karlmaður í Anchorage í Alaska, hefur verið ákærður fyrir manndráp eftir að hann banaði unnustu sinni.

Það var síðastliðinn föstudag að Sibson, sem setið hafði að sumbli, tók þá ákvörðun að svipta sig lífi með skotvopni. Unnusta hans, Brittany-Mae Haag var með honum þegar atvikið varð og reyndi að fá hann ofan af þessari afdrifaríku ákvörðun.

Í frétt KTVA kemur fram að Sibson hafi engu að síður beint byssunni að höfði sér, tekið í gikkinn og fór kúlan í höfuð hans vinstra megin áður en hún rataði út. Svo skelfilega vildi til að kúlan fór úr höfði Sibsons og í brjóstið á Brittany sem lést af sárum sínum en Sibson komst lífs af.

Saksóknarar telja að Brittany hafi reynt að ná skotvopninu af unnusta sínum þegar skotið hljóp úr byssunni. Saksóknarar létu það í hendur kviðdómenda að ákvarða hvort Sibson yrði ákærður fyrir manndráp af fyrstu eða annarri gráðu, en niðurstaðan var sú að ákæra hann fyrir manndráp af annarri gráðu.

Sibson kom fyrir dómara á sunnudag þar sem fram kom að hann þyrfti að greiða 250 þúsund dala tryggingu til að ganga laus. Hann sagðist ekki hafa efni á því og spurði dómara hvort hægt væri að taka ákvörðun um það samdægurs hvort hann væri sekur eða saklaus. Það reyndist ekki unnt og þarf Sibson því að bíða eftir að vita örlög sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“