fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Hver flutti líkið?

Pascale Defolie hvarf fyrirvaralaust – Lík hennar fannst þremur árum síðar

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í belgíska þorpinu Dison var ekki í vafa um að Pascale Defolie, 33 ára, tveggja barna móðir, væri ekki lengur í tölu lifenda. Fjölskylda Pascale hafði, 13. mars 2003, tilkynnt lögreglunni að hún væri horfin og það voru engar ýkjur því hálfu ári síðar hafði hvorki fundist af henni tangur né tetur.

Ári eftir að Pascale hvarf var lögreglan þess fullviss að eitthvað illt hefði komið fyrir Pascale og einu og hálfu ári eftir hvarfið taldi hún víst, sem fyrr segir, að Pascale væri látin. En hvar var líkamsleifar hennar að finna?

Líksins leitað

Pascale hafði síðast sést á lífi við vatn við Gileppe-stífluna og í júlí 2004 einbeitti lögreglan sér að svæðinu þar í grennd. Kafarar leituðu í vatninu og fundu eitthvað, en yfirvöld ákváðu að upplýsa ekki nánar um hvað rekið hefði á fjörur hennar.

Þó var ljóst að ekki var um lík Pascale að ræða og fór sá orðrómur á kreik að lík einhvers annars hefði fundist. En allt um það.

Eiginmaðurinn handtekinn

Lík eða ekki lík, lögreglan handtók Francesco Licata, 45 ára, og í desember 2004 var hann ákærður fyrir morð á Pascale. Umræddur Francesco, sem reyndar var eiginmaður Pascale, viðurkenndi síðar að hafa kyrkt hana og flutt líkið, með aðstoð mágs síns. Höfðu þeir félagar grafið líkið skammt frá orkuveri Dison.

Reyndar gat Francesco ekki gefið lögreglunni nákvæmar upplýsingar um staðsetningu grafarinnar.

Gröf en ekkert lík

Ekki einfaldaði það leitina að líki Pascale að eftir að Francesco gróf það hafði hluti orkuversins verið jafnaður við jörðu vegna breytinga. Lögreglan gróf hér og þar en án árangurs og greip þá til þess ráðs að beita fyrir sig leitarhundum sem voru sérstaklega þjálfaðir til að finna niðurgrafnar líkamsleifar. Hundarnir fundu stað þar sem einhvern tímann hafði legið lík, en þegar þarna var komið sögu var ekkert slíkt að sjá.

Ættingi leysir gátuna

Liðu nú nokkrir tíðindalitlir mánuðir en þá bar svo við að ættingi Francesco leysti gátuna. Hann upplýsti lögregluna um að vissulega hefði Francesco grafið lík eiginkonu sinnar við orkuverið. En þegar Francesco varð þess áskynja að byggingaframkvæmdir væru í bígerð hefði hann brugðið á það ráð að grafa líkið upp og hola því niður í garði yfirgefins húss, ekki langt frá heimili hans sjálfs, sagði þessi ónafngreindi ættingi.

Líkið finnst

Og viti menn, eftir þriggja ára árangurslausa leit fundust loks líkamsleifar Pascale Defolie. Reyndar hefur Francesco alla tíð þvertekið fyrir að hafa flutt líkið frá orkustöðinni í garðinn og eftir stendur spurningin: ef ekki hann – hver þá?
Árið 2007 var réttað yfir Francesco og var hann sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út