fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Systurnar settu í átta fiska

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 2. júní 2020 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Ísold Katla Ýr og Æsa Sigurbjörg brugðu sér í veiðiferð í Hreðavatn um helgina ásamt foreldrum. Það var þokuloft en veðrið hélst að mestu leiti þurrt og hitinn var um 12 gráður.

Það var sunnan vindur á köflum en lygndi svo alveg á milli og þá var var vatnið spegilslétt og þá fór hann bæði að vaka og taka.

Systurnar lönduðu átta fiskum á þremur tímum og misstu tvo. ,,Ég hefði alveg viljað vera miklu lengur og verið að veiða allt kvöldið og fram á morgun en það var komið smá rok og farið að kólna þannig að það var bara best að fara bara heim,’’ sagði Ísold Katla níu ára en þetta er enn eitt sumarið sem hún er að veiða á stöng.

En þær systur hafa verið að veiða í mörg undanfarin ár, þrátt fyrir ungan aldur og er hún er því fullfær um að bjarga sér sjálf við veiðarnar. ,,Við ætlum svo að fara að veiða meira í sumar og þá er gott að hafa veiðikortið, því þá er hægt að fara í svo marga veiðitúra!”

Æsa Sigurbjörg sem er 12 ára og hefur marga fjöruna sopið í veiðinni, var ánægð með aflann en hefði viljað vera lengur við vatnið ef ekki hefði farið að blása hressilega úr suðri.

,,Við komum örugglega aftur í sumar og eigum eftir að fá fleiri fiska bæði hér og í öðrum veiðiferðum í sumar. ,,Við systur höfum verið að veiða frá því við munum eftir okkur eins og eldri systkini okkar og það er alveg rosalega gaman að veiða, sérstaklega þegar við erum heppnar með veiði eins og í dag,’’ sagði Æsa sem á örugglega eftir að stunda stangaveiðina í framtíðinni.

 

Myndir: Hrönn Thorarensen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Innleiða stafrænar stefnubirtingar

Innleiða stafrænar stefnubirtingar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“