fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Margir á rjúpu og útiveran er góð

Gunnar Bender
Föstudaginn 15. nóvember 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvember er rjúpna mánuðurinn, margir hafa farið til fjalla og enn aðrir eiga eftir að fara. Útiveran er góð, veðurfarið hefur verið svakalega gott og lítill snjór allavegana hér sunnan  heiða. Meiri snjór er norðan og austan heiða.

Erfitt að segja til um hvað er búið að skjóta mikið af rjúpum.  Margir hafa fengið í jólamatinn en sumir fáar. Svona er gangurinn í veiðinni en útiveran er góð og líka gott að  anda að sér fersku lofti.

Það er laugardagur og fáir á fjalli, þú ert kominn á rjúpnaslóð. Labbitúrinn er að hefjast, þú byrjar að labba með veiðifélaganum og gangan er löng. Ég heyrði að einhver hefði labbað 30 km fyrsta daginn á rjúpu og hann fékk ekkert. Það er gott að hafa það í huga svona í morgunsárið þegar maður ætlar að labba af stað.

Skref fyrir skref, smá föl yfir en lítið um fugl. Það er labbað en fuglinn þessi hvíti er hvergi sjáanlegur.  Það líður klukkutími og annar klukkutími. Útiveran er flott, einn og einn hvellur heyrist en aðrir virðast ekki  vera að fá mikið.

Gangan er búin, heitt kakó hressir og bætir. Annar klukkutími og eina sem er hvítt á fjalli eru smá skaflar en þetta er góð útivera og það er fyrir mestu.

Næsta helgi er plönuð og þá getur allt skeð, allavega er útiveran góð og útsýnið er meiriháttar. Maður þarf ekki einu sinni að fara uppá hól til að sjá vítt um sveitir. Það er það góða við Ísland í dag, hérna er enginn að trufla mann, ekki einu sinni ein og ein rjúpa. Kannski hvít tófa sem fer hraðar yfir en rjúpa.

 

Mynd. Maria Gunnardóttir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“