fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Axel og Guðrún Brá stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018

Arnar Ægisson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 06:47

Frá vinstri: Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Mynd/Frosti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Bóasson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.

Úrslitin réðust á Securitasmótinu ı GR-bikarnum um helgina á Grafarholtsvelli. Þetta er í þriðja sinn sem Axel fagnar þessum titli en í fyrsta sinn sem Guðrún Brá er stigameistari í kvennaflokki.

Axel og Guðrún eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi 2018 og fengu þau 500.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Eimskipsmótaröðinni.

Árangur Guðrúnar á tímabilinu var stórkostlegur en hún sigraði á fimm af alls sex mótum sem hún tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 83%.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK varð í öðru sæti á stigalistanum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt.

Árangur Guðrúnar Brár á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: 1. sæti.
16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: 1. sæti.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2. sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni var einnig stórkostlegur en hann sigraði á þremur af þeim fjórum mótum sem hann tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 75%. Kristján Þór Einarsson, GM varð í öðru sæti á stigalistanum og Rúnar Arnórsson, GK varð í þriðja sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
16.09. 2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2.sæti

Í ár var stigameistaratitillinn veittur í 30. sinn frá upphafi. Stigamótaröð GSÍ hófst árið 1989 og voru Sigurjón Arnarsson (GR) og Karen Sævarsdóttir (GS) fyrstu stigameistararnir. Björgvin Sigurbergsson (GK), faðir Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, hefur oftast orðið stigameistari í karlaflokki eða fjórum sinnum alls. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR oftast fagnað stigameistaratitlinum eða níu sinnum alls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjóða þrjár milljónir í einn besta markvörð úrvalsdeildarinnar

Bjóða þrjár milljónir í einn besta markvörð úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Játar að hafa keyrt ölvaður og tekur á sig háa sekt – Gaf eiginhandaráritanir fyrir utan dómsalinn

Játar að hafa keyrt ölvaður og tekur á sig háa sekt – Gaf eiginhandaráritanir fyrir utan dómsalinn
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
Matur
Fyrir 23 klukkutímum

Ofnbakaður brie með hnetum, trönuberjum og hunangi

Ofnbakaður brie með hnetum, trönuberjum og hunangi