fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Ingvar Andri og Hulda Clara fara á Ólympíuleika ungmenna í Argentínu

Arnar Ægisson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Andri Magnússon (GKG) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) leika fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum ungmenna, YOG, sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Ingvar Andri og Hulda Clara verða fyrstu íslensku kylfingarnir sem keppa í golfi á móti sem tengist Ólympíuleikunum.

Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Fyrstu sumarleikarnir fóru fram í ágúst 2010 í Singapore og fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í janúar 2012 í Austurríki. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá upphafi.

Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Aldur keppenda er 15-18 ára.

Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu leikarnir fram árið 2010 í Singapore. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í Innsbruck árið 2012.

Ísland hefur átt keppendur á leikunum frá upphafi. Í Nanjing í Kína 2014 vann íslenska drengjalandsliðið bronsverðlaun í knattspyrnu. Vetrarleikarnir 2016 fóru fram í Lillehammer í Noregi.

Markmið leikanna er að sameina besta unga íþróttafólk heims í keppni og leik við bestu hugsanlegu aðstæður. Boðið er uppá öfluga kynningu á Ólympíuhugsjóninni og áhersla lögð á að þróa menntun og mat á ólympískum gildum auk þess að ræða um þær ógnanir sem steðja að samfélaginu í dag. Þá er markmiðið að kynna enn frekar íþróttir ungmenna og efla þátttöku í íþróttastarfi á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi
Matur
Fyrir 22 klukkutímum

Ofnbakaður brie með hnetum, trönuberjum og hunangi

Ofnbakaður brie með hnetum, trönuberjum og hunangi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal