fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025

Eimskipsmótaröðin: Birgir Björn og Ragnhildur fögnuðu sigri á Símamótinu

Arnar Ægisson
Mánudaginn 11. júní 2018 06:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Björn Magnússon úr Keili lék frábært golf á lokahringnum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Birgir Björn lék Hlíðavöll í Mosfellsbæ á 66 höggum eða -6. Hann sigraði með fjögurra högga mun á samtals 13 höggum undir pari vallar. Lokakaflinn á lokahringnum hjá Birgi var magnaður. Hann lék 12.-16. brautir vallarins á -7 samtals þar sem hann fékk tvo erni í röð og þrjá fugla í röð þar á eftir.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar á -9 samtals og Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR varð þriðji á -5 samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður Bjarki er á verðalaunapalli á Eimskipsmótaröðinni.

Þetta er fyrsti sigur Birgis á Eimskipsmótaröðinni en hann er 21 árs gamall og stundar háskólanám í Bandaríkjunum. Sigurganga Birgis á undanförnum fjórum mótum er einstök en hann hefur unnið þau öll.

„Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau – og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í – og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:

  1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13)

2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9)
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5)
4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3)
5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1)
5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1)
7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par)
7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par)
7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par)
10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1)
10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1)
10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sigri í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Ragnhildur og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili voru jafnar eftir 54 holur og réðust úrslitin í bráðabana. Ragnhildur fékk fugl á 10. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæ en Helga Kristín fékk par.

Aðstæður voru prýðilegar á lokahringnum og mikil spenna var í keppni þeirra Ragnhildar og Helgu Kristínar. Á lokakaflanum skiptust þær á að hafa forystu og aðeins munaði einu höggi á milli þeirra.

„Ég leit á þetta sem holukeppni á milli okkar. Ég vissi alltaf hvernig staðan var, mér finnst það betra, enda er ég vön því úr þeim íþróttum sem ég stundað,“ sagði Ragnhildur en hún var að fagna sínum fjórða sigri á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu.

„Mér leið bara vel í bráðabananum. Ég sló gott högg með 9 járninu í öðru högginu og var um 4 metra frá. Púttið var í raun það eina sem fór ofaní hjá mér í dag af þessu færi og það kom á réttum tíma,“ bætti Ragnhildur við.

Annika Sörenstam afhenti verðlaunin í kvennaflokknum og voru keppendur hæstánægðir með að fá að hitta eina stærstu golfstjörnu allra tíma. Annika hvatti kylfinga til góðra verka í ræðu sem hún hélt á verðlaunaafhendingunni – en hún sigraði sjálf á 10 risamótum á ferlinum og 72 mótum á LPGA mótaröðinni.

Lokastaðan hjá efstu kylfingum í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-74-77) 228 högg (+12)
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (74-78-76) 228 högg (+12)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-80-75) 235 högg (+19)
4. Saga Traustadóttir, GR (76-80-80) 236 högg (+20)
5.-8 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-80-79) 237 högg (+21)
5.-8. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (82-76-79) 237 högg (+21)
5.-8. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-76-79) 237 högg (+21)
8. Kinga Korpak, GS (82-79-77) 238 högg (+22)
9.-10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-84-80) 240 högg (+24)
9.-10. Heiða Guðnadóttir, GM (80-79-81) 240 högg (+24)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skilur ekkert hvað Arsenal er að gera – ,,Væri síðastur á mínum lista“

Skilur ekkert hvað Arsenal er að gera – ,,Væri síðastur á mínum lista“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum landsliðsmaður snýr aftur til heimalandsins

Fyrrum landsliðsmaður snýr aftur til heimalandsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið